Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2019 23:00 Skólabyggingin verður samtals sextán þúsund fermetrar að stærð. Teikning/Ístak. Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um hönnun og smíði stærsta skóla Grænlands, sem jafnframt verður menningarmiðstöð. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins og jafnast á við samning þess um smíði Búðarhálsvirkjunar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís við aðalgötuna í Nuuk, við hlið Hótels Hans Egede, en skammt frá eru einnig aðalverslunarmiðstöð bæjarins og skrifstofur landsstjórnar Grænlands. Verksamningurinn hljóðar upp á 615 milljónir danskra króna eða ellefu milljarða íslenskra. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, takast í hendur að lokinni undirritun síðdegis í dag.Mynd/Hermann Sigurðsson. „Þetta er bara mjög stór samningur. Það má líkja honum til dæmis við samninginn um Búðarhálsvirkjun, þegar hann var undirritaður. Þetta er örlítið minni samningur en það en samt af þeirri stærðargráðu. Og þetta er skóli,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Ístak hefur mesta reynslu íslenskra verktaka af mannvirkjagerð á Grænlandi, allt frá árinu 1970; vann síðast að hafnargerð í Nuuk og hafði áður reist skóla og flestar virkjanir landsins. Útlitsmynd af skólalóðinni og hluta skólans.Mynd/Ístak. Nýja skólabyggingin er þriggja ára verkefni og segir Karl að Ístak muni leggja áherslu á að ráða sem flesta heimamenn að smíðinni. Þegar spurt er um fjölda Íslendinga í verkinu segir hann að þeir verði færri en oft áður. „Við mönnum þetta með yfirstjórnendum, sem eru íslenskir. En það verður eitthvað um íslenska handverksmenn líka,“ segir Karl. Verkfræðistofan Verkís mun sjá um alla verkfræðihönnun við skólann. Rými verður fyrir 1.200 nemendur í grunnskólanum. Utan skólatíma nýtast húsakynnin sem menningarmiðstöð bæjarbúa.Mynd/Ístak. Þetta verður stærsta skólabygging landsins, samtals sextán þúsund fermetrar, og mun bæði þjóna sem leik- og grunnskóli en jafnframt sem íþrótta- og menningarmiðstöð á kvöldin og um helgar fyrir bæjarbúa, sem fá aðgang að svokölluðu hjartarými byggingarinnar og íþróttasal. „Þannig má segja að þetta þjóni öllum bæjarbúum, bæði ungum og öldnum,“ segir Karl.Sjá einnig: Nuuk er engin afdalabyggð Leikskólinn verður með rými fyrir allt að 120 börn á 1.400 fermetrum.Mynd/Ístak. Ístak fékk verkið eftir forval og alútboð þar sem lagðir voru saman þrír þættir; verðtilboð, hönnun og útfærsla og áætlaður rekstrarkostnaður byggingarinnar í þrjátíu ár. „Og samanlagt eru svo gefin stig. Og við unnum þetta verkefni á stigum.“ Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Má ekki líta á þetta sem talsverða viðurkenningu fyrir ykkur? „Mikla, finnst mér. Það er bara öflugt að fá þetta og sýnir hvað íslenskt fyrirtæki getur verið sterkt í samkeppni, ef undirbúningurinn er góður,“ svarar framkvæmdastjóri Ístaks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um hönnun og smíði stærsta skóla Grænlands, sem jafnframt verður menningarmiðstöð. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins og jafnast á við samning þess um smíði Búðarhálsvirkjunar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís við aðalgötuna í Nuuk, við hlið Hótels Hans Egede, en skammt frá eru einnig aðalverslunarmiðstöð bæjarins og skrifstofur landsstjórnar Grænlands. Verksamningurinn hljóðar upp á 615 milljónir danskra króna eða ellefu milljarða íslenskra. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, takast í hendur að lokinni undirritun síðdegis í dag.Mynd/Hermann Sigurðsson. „Þetta er bara mjög stór samningur. Það má líkja honum til dæmis við samninginn um Búðarhálsvirkjun, þegar hann var undirritaður. Þetta er örlítið minni samningur en það en samt af þeirri stærðargráðu. Og þetta er skóli,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Ístak hefur mesta reynslu íslenskra verktaka af mannvirkjagerð á Grænlandi, allt frá árinu 1970; vann síðast að hafnargerð í Nuuk og hafði áður reist skóla og flestar virkjanir landsins. Útlitsmynd af skólalóðinni og hluta skólans.Mynd/Ístak. Nýja skólabyggingin er þriggja ára verkefni og segir Karl að Ístak muni leggja áherslu á að ráða sem flesta heimamenn að smíðinni. Þegar spurt er um fjölda Íslendinga í verkinu segir hann að þeir verði færri en oft áður. „Við mönnum þetta með yfirstjórnendum, sem eru íslenskir. En það verður eitthvað um íslenska handverksmenn líka,“ segir Karl. Verkfræðistofan Verkís mun sjá um alla verkfræðihönnun við skólann. Rými verður fyrir 1.200 nemendur í grunnskólanum. Utan skólatíma nýtast húsakynnin sem menningarmiðstöð bæjarbúa.Mynd/Ístak. Þetta verður stærsta skólabygging landsins, samtals sextán þúsund fermetrar, og mun bæði þjóna sem leik- og grunnskóli en jafnframt sem íþrótta- og menningarmiðstöð á kvöldin og um helgar fyrir bæjarbúa, sem fá aðgang að svokölluðu hjartarými byggingarinnar og íþróttasal. „Þannig má segja að þetta þjóni öllum bæjarbúum, bæði ungum og öldnum,“ segir Karl.Sjá einnig: Nuuk er engin afdalabyggð Leikskólinn verður með rými fyrir allt að 120 börn á 1.400 fermetrum.Mynd/Ístak. Ístak fékk verkið eftir forval og alútboð þar sem lagðir voru saman þrír þættir; verðtilboð, hönnun og útfærsla og áætlaður rekstrarkostnaður byggingarinnar í þrjátíu ár. „Og samanlagt eru svo gefin stig. Og við unnum þetta verkefni á stigum.“ Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Má ekki líta á þetta sem talsverða viðurkenningu fyrir ykkur? „Mikla, finnst mér. Það er bara öflugt að fá þetta og sýnir hvað íslenskt fyrirtæki getur verið sterkt í samkeppni, ef undirbúningurinn er góður,“ svarar framkvæmdastjóri Ístaks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15
Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14
Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45