Laugardalshöllin okkar næstelst allra hallanna í undankeppni EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:30 Íslensku handboltastrákarnir fagna með stuðningsmönnum í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Laugardalshöllin er orðin mjög gömul og allir sammála um að handbolta- og körfuboltalandsliðin þurfi nýja íþróttahöll. Höllin okkar kemur ekki vel út þegar skoðaður er aldur allra íþróttahallanna þar sem leikir voru spilaðir í undankeppni síðustu EM í handbolta. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 síðasta sumar og verður með á Evrópumótinu í janúar. Á Twitter-síðunni Höllin er úrelt, sem berst fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar, er bent á athyglisverða staðreynd hvað varðar síðustu undankeppni EM í handbolta. Tölfræðin yfir aldur keppnishalla, sem hýstu leikina í undankeppninni, kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. Laugardalshöllin er 54 ára gömul og næstelst allra hallanna í undankeppni EM eins og sjá má hér fyrir neðan. EM í handbolta fer fram í næsta mánuði. Gerði til gamans smá samantekt um aldur keppnishalla sem hýstu leikina í undankeppninni. Kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. #HSI_Iceland#handbolti#olísdeildin#seinnibylgjanpic.twitter.com/hZQWPR7lg2— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 18, 2019 Laugardalshöllin er byggð árið 1965 en 58 prósent leikjanna í þessari undankeppni EM 2020 fóru fram í íþróttahöllum sem voru reistar eftir síðustu aldarmót. Eistland var eina þjóðin sem lék að meðaltali í eldri keppnishöllum en við Íslendingar en það var þó ekki vegna þess að þeir eigi ekki nýrri þjóðarhöll. Eistar eiga tiltölulega nýja og glæsilega þjóðarhöll í Riga, sem körfubolta- og íshokkílandsliðin nota. Handboltinn er einfaldlega ekki nógu hátt skrifaður fyrir hana. Í þessum tölum á twitter síðunni „Höllin er úrelt“ er verið að reikna út meðaldur í mörgum tilvikum þar sem þó nokkrar þjóðir léku ýmist í tveimur eða þremur keppnishöllum. Í riðlakeppninni lék íslenska landsliðið útileiki í Norður Makaedóníu, Grikklandi og Tyrklandi. Höllin í Tyrklandi var opnuð árið 2012, höllin í Norður Makedóníu var opnuð árið 2008 og höllin í Grikklandi var sú yngsta því hún var opnuð fyrir aðeins fimm árum síðan. EM 2020 í handbolta Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Laugardalshöllin er orðin mjög gömul og allir sammála um að handbolta- og körfuboltalandsliðin þurfi nýja íþróttahöll. Höllin okkar kemur ekki vel út þegar skoðaður er aldur allra íþróttahallanna þar sem leikir voru spilaðir í undankeppni síðustu EM í handbolta. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 síðasta sumar og verður með á Evrópumótinu í janúar. Á Twitter-síðunni Höllin er úrelt, sem berst fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar, er bent á athyglisverða staðreynd hvað varðar síðustu undankeppni EM í handbolta. Tölfræðin yfir aldur keppnishalla, sem hýstu leikina í undankeppninni, kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. Laugardalshöllin er 54 ára gömul og næstelst allra hallanna í undankeppni EM eins og sjá má hér fyrir neðan. EM í handbolta fer fram í næsta mánuði. Gerði til gamans smá samantekt um aldur keppnishalla sem hýstu leikina í undankeppninni. Kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. #HSI_Iceland#handbolti#olísdeildin#seinnibylgjanpic.twitter.com/hZQWPR7lg2— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 18, 2019 Laugardalshöllin er byggð árið 1965 en 58 prósent leikjanna í þessari undankeppni EM 2020 fóru fram í íþróttahöllum sem voru reistar eftir síðustu aldarmót. Eistland var eina þjóðin sem lék að meðaltali í eldri keppnishöllum en við Íslendingar en það var þó ekki vegna þess að þeir eigi ekki nýrri þjóðarhöll. Eistar eiga tiltölulega nýja og glæsilega þjóðarhöll í Riga, sem körfubolta- og íshokkílandsliðin nota. Handboltinn er einfaldlega ekki nógu hátt skrifaður fyrir hana. Í þessum tölum á twitter síðunni „Höllin er úrelt“ er verið að reikna út meðaldur í mörgum tilvikum þar sem þó nokkrar þjóðir léku ýmist í tveimur eða þremur keppnishöllum. Í riðlakeppninni lék íslenska landsliðið útileiki í Norður Makaedóníu, Grikklandi og Tyrklandi. Höllin í Tyrklandi var opnuð árið 2012, höllin í Norður Makedóníu var opnuð árið 2008 og höllin í Grikklandi var sú yngsta því hún var opnuð fyrir aðeins fimm árum síðan.
EM 2020 í handbolta Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni