Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2019 14:30 Kristinn, Jóhannes og Björgólfur sem nú hefur svarað Kristini af ísmeygilegri hörku. „Ég leyfi mér svo að efast um hvort þessi vinnubrögð, að handvelja gögn sem styðja einhliða frásögn, samræmist ábyrgð og skyldum blaða- og fréttamanna. Ég stóð alltaf í þeirri trú að fréttamenn hefðu sannleiksleit að leiðarljósi í sínum störfum. Það var kannski misskilningur hjá mér,“ segir í opnu svarbréfi sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri Samherja hefur ritað Kristni Hrafnssyni. Ísmeygileg harka í bréfi Björgólfs Eins og Vísir sagði frá skrifaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks opið bréf til Björgólfs. Það er kumpánlegt og hæðið í senn en þar gerir hann meðal annars að umfjöllunarefni pistil sem birtist á Samherja undir fyrirsögninni „Handvaldir tölvupóstar“ en þar er sagt að fréttir af mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Kristinn segir það eðli máls samkvæmt, ekkert mál sé að birta fleiri pósta en það yrði þá að fá grænt ljós frá Björgólfi með það því þeir varði persónuleg atriði sem snúa að starfsfólki Samherja. Bréf forstjórans er að sönnu háðslegt einnig, undirliggjandi eru eitraðar pillur. Björgólfur segir að það komi sér þægilega á óvart að af bréfi Kristins megi ráða að hann hafi áhuga á því að hið sanna komi í ljós. Efast um blaðamennskuna „Það er líka gott að þú staðfestir í bréfinu að tölvupóstarnir hafi verið handvaldir eins og ég hélt fram. Við þurfum þá ekki að deila um það.“ Björgólfur ítrekar það sem áður hefur komið fram að athugun Samherja á þeim gögnum sem Wikileaks birti leiddi í ljós að aðeins voru birt 42 prósent af tölvupóstum Jóhannesar Stefánssonar frá tímabilinu 2014-2016. „Við nánari skoðun kom í ljós að hlutfallið var miklu lægra og er það nær 30%. Þannig virðist 50 þúsund tölvupóstum hafa verið sleppt.“ Svarbréf forstjórans er ekki langt en það má sjá í heild sinni hér neðar. Þar segir Björgólfur að honum hafi fundist staðfesting Kristins áhugaverð, á því að gögn úr pósthólfi Jóhannesar hafi verið handvalin. „Því ég fæ ekki betur séð en að þessi vinnubrögð gangi í berhögg við verklagsreglur Wikileaks sem hefur haft þá stefnu að birta gögn og leyfa almenningi að meta þau. Þá vekur bréfið ýmsar spurningar. Hverjir lásu og völdu tölvupóstana með Wikileaks? Voru það fréttamenn Ríkisútvarpsins og Stundarinnar? Voru þessir fréttamenn velja tölvupósta sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja? Mér leikur síðan forvitni á að vita, Kristinn, hvort þú sjálfur hafi kveðið upp gildisdóma um hvaða starfsmenn Samherja eru sómakærir og heiðarlegir og hverjir ekki? Það væri fróðlegt að vita hvernig það mat fór fram,“ segir Björgólfur og óskar Kristni og hans fólki gleðilegra jóla. Þorsteinn Már Baldvinsson fráfarandi forstjóri Samherja.visir/vilhelm Kæri Kristinn -Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni talsmanni Wikileaks Sæll Kristinn Hrafnsson og hafðu þökk fyrir opna bréfið. Í minni heimasveit er til siðs að svara sendibréfum jafnvel þótt opin séu. Það geri ég nú en ætla mér þó ekki að stunda bréfaskriftir við þig í framhaldinu. Það kemur mér þægilega á óvart að af bréfi þínu virðist mega ráða að þú hafir nokkurn áhuga á að hið sanna komi ljós. Það er líka gott að þú staðfestir í bréfinu að tölvupóstarnir hafi verið handvaldir eins og ég hélt fram. Við þurfum þá ekki að deila um það. Athugun Samherja á þeim gögnum sem Wikileaks birti leiddi í ljós að aðeins voru birt 42% af tölvupóstum Jóhannesar Stefánssonar frá tímabilinu 2014-2016. Við nánari skoðun kom í ljós að hlutfallið var miklu lægra og er það nær 30%. Þannig virðist 50 þúsund tölvupóstum hafa verið sleppt. Kristinn, þú segir í bréfi þínu til mín: ,Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvupóstum og gögnum það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal annars um nokkuð persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk.“ Mér þótti þessi staðfesting þín mjög áhugaverð því ég fæ ekki betur séð en að þessi vinnubrögð gangi í berhögg við verklagsreglur Wikileaks sem hefur haft þá stefnu að birta gögn og leyfa almenningi að meta þau. Þá vekur bréfið ýmsar spurningar. Hverjir lásu og völdu tölvupóstana með Wikileaks? Voru það fréttamenn Ríkisútvarpsins og Stundarinnar? Voru þessir fréttamenn velja tölvupósta sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja? Mér leikur síðan forvitni á að vita, Kristinn, hvort þú sjálfur hafi kveðið upp gildisdóma um hvaða starfsmenn Samherja eru sómakærir og heiðarlegir og hverjir ekki? Það væri fróðlegt að vita hvernig það mat fór fram. Síðan er það umhugsunarefni að þið virðist alls ekki hafa fylgt því sem þú segir um persónuleg málefni starfsmanna Samherja því inni á Wikileaks er nú mikið magn upplýsinga sem hafa enga tengingu við starfsemina í Namibíu. Staðfesting þín á því að tölvupóstarnir voru handvaldir og að Wikileaks hafi notið fulltingis fréttamanna við sigtun þeirra hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem telja að framsetning á fréttum um starfsemi Samherja í Namibíu hafi verið vönduð og hlutlæg frásögn af staðreyndum. Ég leyfi mér svo að efast um hvort þessi vinnubrögð, að handvelja gögn sem styðja einhliða frásögn, samræmist ábyrgð og skyldum blaða- og fréttamanna. Ég stóð alltaf í þeirri trú að fréttamenn hefðu sannleiksleit að leiðarljósi í sínum störfum. Það var kannski misskilningur hjá mér. Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Kveðja, Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Wikileaks segir ekkert mál að birta fleiri pósta Jóhannesar gefi Björgólfur grænt ljós Deilur milli Samherja og Jóhannesar Stefánssonar harðna. 16. desember 2019 16:34 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
„Ég leyfi mér svo að efast um hvort þessi vinnubrögð, að handvelja gögn sem styðja einhliða frásögn, samræmist ábyrgð og skyldum blaða- og fréttamanna. Ég stóð alltaf í þeirri trú að fréttamenn hefðu sannleiksleit að leiðarljósi í sínum störfum. Það var kannski misskilningur hjá mér,“ segir í opnu svarbréfi sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri Samherja hefur ritað Kristni Hrafnssyni. Ísmeygileg harka í bréfi Björgólfs Eins og Vísir sagði frá skrifaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks opið bréf til Björgólfs. Það er kumpánlegt og hæðið í senn en þar gerir hann meðal annars að umfjöllunarefni pistil sem birtist á Samherja undir fyrirsögninni „Handvaldir tölvupóstar“ en þar er sagt að fréttir af mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Kristinn segir það eðli máls samkvæmt, ekkert mál sé að birta fleiri pósta en það yrði þá að fá grænt ljós frá Björgólfi með það því þeir varði persónuleg atriði sem snúa að starfsfólki Samherja. Bréf forstjórans er að sönnu háðslegt einnig, undirliggjandi eru eitraðar pillur. Björgólfur segir að það komi sér þægilega á óvart að af bréfi Kristins megi ráða að hann hafi áhuga á því að hið sanna komi í ljós. Efast um blaðamennskuna „Það er líka gott að þú staðfestir í bréfinu að tölvupóstarnir hafi verið handvaldir eins og ég hélt fram. Við þurfum þá ekki að deila um það.“ Björgólfur ítrekar það sem áður hefur komið fram að athugun Samherja á þeim gögnum sem Wikileaks birti leiddi í ljós að aðeins voru birt 42 prósent af tölvupóstum Jóhannesar Stefánssonar frá tímabilinu 2014-2016. „Við nánari skoðun kom í ljós að hlutfallið var miklu lægra og er það nær 30%. Þannig virðist 50 þúsund tölvupóstum hafa verið sleppt.“ Svarbréf forstjórans er ekki langt en það má sjá í heild sinni hér neðar. Þar segir Björgólfur að honum hafi fundist staðfesting Kristins áhugaverð, á því að gögn úr pósthólfi Jóhannesar hafi verið handvalin. „Því ég fæ ekki betur séð en að þessi vinnubrögð gangi í berhögg við verklagsreglur Wikileaks sem hefur haft þá stefnu að birta gögn og leyfa almenningi að meta þau. Þá vekur bréfið ýmsar spurningar. Hverjir lásu og völdu tölvupóstana með Wikileaks? Voru það fréttamenn Ríkisútvarpsins og Stundarinnar? Voru þessir fréttamenn velja tölvupósta sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja? Mér leikur síðan forvitni á að vita, Kristinn, hvort þú sjálfur hafi kveðið upp gildisdóma um hvaða starfsmenn Samherja eru sómakærir og heiðarlegir og hverjir ekki? Það væri fróðlegt að vita hvernig það mat fór fram,“ segir Björgólfur og óskar Kristni og hans fólki gleðilegra jóla. Þorsteinn Már Baldvinsson fráfarandi forstjóri Samherja.visir/vilhelm Kæri Kristinn -Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni talsmanni Wikileaks Sæll Kristinn Hrafnsson og hafðu þökk fyrir opna bréfið. Í minni heimasveit er til siðs að svara sendibréfum jafnvel þótt opin séu. Það geri ég nú en ætla mér þó ekki að stunda bréfaskriftir við þig í framhaldinu. Það kemur mér þægilega á óvart að af bréfi þínu virðist mega ráða að þú hafir nokkurn áhuga á að hið sanna komi ljós. Það er líka gott að þú staðfestir í bréfinu að tölvupóstarnir hafi verið handvaldir eins og ég hélt fram. Við þurfum þá ekki að deila um það. Athugun Samherja á þeim gögnum sem Wikileaks birti leiddi í ljós að aðeins voru birt 42% af tölvupóstum Jóhannesar Stefánssonar frá tímabilinu 2014-2016. Við nánari skoðun kom í ljós að hlutfallið var miklu lægra og er það nær 30%. Þannig virðist 50 þúsund tölvupóstum hafa verið sleppt. Kristinn, þú segir í bréfi þínu til mín: ,Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvupóstum og gögnum það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal annars um nokkuð persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk.“ Mér þótti þessi staðfesting þín mjög áhugaverð því ég fæ ekki betur séð en að þessi vinnubrögð gangi í berhögg við verklagsreglur Wikileaks sem hefur haft þá stefnu að birta gögn og leyfa almenningi að meta þau. Þá vekur bréfið ýmsar spurningar. Hverjir lásu og völdu tölvupóstana með Wikileaks? Voru það fréttamenn Ríkisútvarpsins og Stundarinnar? Voru þessir fréttamenn velja tölvupósta sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja? Mér leikur síðan forvitni á að vita, Kristinn, hvort þú sjálfur hafi kveðið upp gildisdóma um hvaða starfsmenn Samherja eru sómakærir og heiðarlegir og hverjir ekki? Það væri fróðlegt að vita hvernig það mat fór fram. Síðan er það umhugsunarefni að þið virðist alls ekki hafa fylgt því sem þú segir um persónuleg málefni starfsmanna Samherja því inni á Wikileaks er nú mikið magn upplýsinga sem hafa enga tengingu við starfsemina í Namibíu. Staðfesting þín á því að tölvupóstarnir voru handvaldir og að Wikileaks hafi notið fulltingis fréttamanna við sigtun þeirra hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem telja að framsetning á fréttum um starfsemi Samherja í Namibíu hafi verið vönduð og hlutlæg frásögn af staðreyndum. Ég leyfi mér svo að efast um hvort þessi vinnubrögð, að handvelja gögn sem styðja einhliða frásögn, samræmist ábyrgð og skyldum blaða- og fréttamanna. Ég stóð alltaf í þeirri trú að fréttamenn hefðu sannleiksleit að leiðarljósi í sínum störfum. Það var kannski misskilningur hjá mér. Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Kveðja, Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Wikileaks segir ekkert mál að birta fleiri pósta Jóhannesar gefi Björgólfur grænt ljós Deilur milli Samherja og Jóhannesar Stefánssonar harðna. 16. desember 2019 16:34 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45
Wikileaks segir ekkert mál að birta fleiri pósta Jóhannesar gefi Björgólfur grænt ljós Deilur milli Samherja og Jóhannesar Stefánssonar harðna. 16. desember 2019 16:34
Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00
Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent