Ætla að koma greiðsluþátttöku sjúklinga niður fyrir sársaukaviðmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:23 Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13