Orkupakkaandstæðingar í XD bindast samtökum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 13:10 Stofnfundur fullveldisfélagsins fór fram í Valhöll. Vísir/vilhelm Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var í gær einróma kjörinn formaður nýs félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið er stofnað í kjölfar deilnanna um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem olli ekki síst ólgu í grasrót Sjálfstæðisflokksins eins og Vísir greindi frá, og er tilgangur fullveldisfélagsins „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“ eins og það er orðað í nýsamþykktum lögum þess.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniStofnfundur félagsins fór fram í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, fullveldisdaginn. Þangað eiga að hafa mætt um 80 manns sem telja „nauðsynlegt að ræða framtíðarstöðu“ orkumála og „hversu langt eigi að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusambandsins,“ að sögn aðstandenda félagsins.Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður hins nýja félags með öllum greiddum atkvæðum.„Margir sjálfstæðismenn telja fulla þörf á aukinni umræðu og fræðslu um fullveldismál íslensku þjóðarinnar, ekki síst í ljósi þeirra deilu sem varð um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög“ segir í yfirlýsingu félagsins og ætla má að þar sé meðal annars vísað til þingmannana Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, sem fluttu ræður á stofnfundinum í gær. Auk þeirra tóku Viðar Guðjohnsen yngri og Jónas Elíasson til máls, áður en séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flutti jólahugvekju og fundarmenn sungu nokkur jólalög undir stjórn Eyþórs Arnalds. „Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu, merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis, varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð yfir auðlindum hafsins. Slík fræðsla er afar mikilvæg, ekki síst fyrir ungt fólk. Þá er ætlunin að efna til opinna skoðanaskipta um aðra helstu auðlind þjóðarinnar, sem er orka fallvatnanna og jarðvarmans. Að fengnu samþykki Miðstjórnar flokksins fyrir þessari félagsstofnun mun verða efnt til málþings og fundarhalda þar sem þetta málefni verður rætt frá öllum hliðum,“ að sögn aðstandenda fullveldisfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var í gær einróma kjörinn formaður nýs félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið er stofnað í kjölfar deilnanna um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem olli ekki síst ólgu í grasrót Sjálfstæðisflokksins eins og Vísir greindi frá, og er tilgangur fullveldisfélagsins „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“ eins og það er orðað í nýsamþykktum lögum þess.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniStofnfundur félagsins fór fram í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, fullveldisdaginn. Þangað eiga að hafa mætt um 80 manns sem telja „nauðsynlegt að ræða framtíðarstöðu“ orkumála og „hversu langt eigi að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusambandsins,“ að sögn aðstandenda félagsins.Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður hins nýja félags með öllum greiddum atkvæðum.„Margir sjálfstæðismenn telja fulla þörf á aukinni umræðu og fræðslu um fullveldismál íslensku þjóðarinnar, ekki síst í ljósi þeirra deilu sem varð um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög“ segir í yfirlýsingu félagsins og ætla má að þar sé meðal annars vísað til þingmannana Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, sem fluttu ræður á stofnfundinum í gær. Auk þeirra tóku Viðar Guðjohnsen yngri og Jónas Elíasson til máls, áður en séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flutti jólahugvekju og fundarmenn sungu nokkur jólalög undir stjórn Eyþórs Arnalds. „Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu, merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis, varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð yfir auðlindum hafsins. Slík fræðsla er afar mikilvæg, ekki síst fyrir ungt fólk. Þá er ætlunin að efna til opinna skoðanaskipta um aðra helstu auðlind þjóðarinnar, sem er orka fallvatnanna og jarðvarmans. Að fengnu samþykki Miðstjórnar flokksins fyrir þessari félagsstofnun mun verða efnt til málþings og fundarhalda þar sem þetta málefni verður rætt frá öllum hliðum,“ að sögn aðstandenda fullveldisfélagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58