Orkupakkaandstæðingar í XD bindast samtökum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 13:10 Stofnfundur fullveldisfélagsins fór fram í Valhöll. Vísir/vilhelm Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var í gær einróma kjörinn formaður nýs félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið er stofnað í kjölfar deilnanna um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem olli ekki síst ólgu í grasrót Sjálfstæðisflokksins eins og Vísir greindi frá, og er tilgangur fullveldisfélagsins „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“ eins og það er orðað í nýsamþykktum lögum þess.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniStofnfundur félagsins fór fram í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, fullveldisdaginn. Þangað eiga að hafa mætt um 80 manns sem telja „nauðsynlegt að ræða framtíðarstöðu“ orkumála og „hversu langt eigi að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusambandsins,“ að sögn aðstandenda félagsins.Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður hins nýja félags með öllum greiddum atkvæðum.„Margir sjálfstæðismenn telja fulla þörf á aukinni umræðu og fræðslu um fullveldismál íslensku þjóðarinnar, ekki síst í ljósi þeirra deilu sem varð um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög“ segir í yfirlýsingu félagsins og ætla má að þar sé meðal annars vísað til þingmannana Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, sem fluttu ræður á stofnfundinum í gær. Auk þeirra tóku Viðar Guðjohnsen yngri og Jónas Elíasson til máls, áður en séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flutti jólahugvekju og fundarmenn sungu nokkur jólalög undir stjórn Eyþórs Arnalds. „Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu, merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis, varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð yfir auðlindum hafsins. Slík fræðsla er afar mikilvæg, ekki síst fyrir ungt fólk. Þá er ætlunin að efna til opinna skoðanaskipta um aðra helstu auðlind þjóðarinnar, sem er orka fallvatnanna og jarðvarmans. Að fengnu samþykki Miðstjórnar flokksins fyrir þessari félagsstofnun mun verða efnt til málþings og fundarhalda þar sem þetta málefni verður rætt frá öllum hliðum,“ að sögn aðstandenda fullveldisfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var í gær einróma kjörinn formaður nýs félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið er stofnað í kjölfar deilnanna um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem olli ekki síst ólgu í grasrót Sjálfstæðisflokksins eins og Vísir greindi frá, og er tilgangur fullveldisfélagsins „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð“ eins og það er orðað í nýsamþykktum lögum þess.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniStofnfundur félagsins fór fram í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær, fullveldisdaginn. Þangað eiga að hafa mætt um 80 manns sem telja „nauðsynlegt að ræða framtíðarstöðu“ orkumála og „hversu langt eigi að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusambandsins,“ að sögn aðstandenda félagsins.Styrmir Gunnarsson var kjörinn formaður hins nýja félags með öllum greiddum atkvæðum.„Margir sjálfstæðismenn telja fulla þörf á aukinni umræðu og fræðslu um fullveldismál íslensku þjóðarinnar, ekki síst í ljósi þeirra deilu sem varð um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög“ segir í yfirlýsingu félagsins og ætla má að þar sé meðal annars vísað til þingmannana Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, sem fluttu ræður á stofnfundinum í gær. Auk þeirra tóku Viðar Guðjohnsen yngri og Jónas Elíasson til máls, áður en séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flutti jólahugvekju og fundarmenn sungu nokkur jólalög undir stjórn Eyþórs Arnalds. „Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu, merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis, varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð yfir auðlindum hafsins. Slík fræðsla er afar mikilvæg, ekki síst fyrir ungt fólk. Þá er ætlunin að efna til opinna skoðanaskipta um aðra helstu auðlind þjóðarinnar, sem er orka fallvatnanna og jarðvarmans. Að fengnu samþykki Miðstjórnar flokksins fyrir þessari félagsstofnun mun verða efnt til málþings og fundarhalda þar sem þetta málefni verður rætt frá öllum hliðum,“ að sögn aðstandenda fullveldisfélagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58