Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 17:02 Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista. Vísir/Vilhelm Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira