Lífið

Emmsjé Gauti og Bríet í klifurgír á Ingólfstorgi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emmsjé Gauti fór á kostum á sviðinu.
Emmsjé Gauti fór á kostum á sviðinu.
Emmsjé Gauti og Bríet minntu á áhættuleikara þegar tónlistarfólkið klifraði upp súlu við árlega opnun skautasvellsins á Ingólfstorgi á laugardaginn.

Auk fyrrnefndra var Aron Can mættur til að trylla lýðinn og var stemmningin góð eins og sést á myndunum.

Svellið verður opið allan desember ef frá eru taldir aðfangadagur og jóladagur.

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova sem stendur fyrir svellinu í samstarfi við Reykjavíkurborg og Orku Náttúrunnar í fimmta skipti, segir að heimsóknarmet hafi verið slegið um helgina.

Svo virðist sem svellið sé að festa sig betur og betur í sessi hjá borgarbúum.

Fjölmargir létu sjá sig.
Æstir aðdáendur.
Þessar þrjár voru sáttar.
Aron Can fór mikinn.
Bríet vakti mikla lukku eins og alltaf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×