Erfitt að bíða á biðstofunni eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. desember 2019 20:30 Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00
Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00