Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2019 21:30 Svona gæti innanlands- og millilandaflugvöllur litið út í Hvassahrauni. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Lega flugbrauta er sýnd miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Mynd/Goldberg Partners International. Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug. Forstjóri félagsins segir að þegar horft sé til framtíðar verði hagkvæmt að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan sýnir hvernig alþjóðaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni, rétt í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Vegalengdin úr miðborg Reykjavíkur yrði aðeins um tuttugu kílómetrar í stað um fimmtíu kílómetra til Keflavíkur. Myndin er úr skýrslu Goldberg Partners International, sem birt er sem viðauki með skýrslu stýrihóps samgönguráðuneytis um flugvallakosti suðvestanlands en það var Icelandair sem fékk Goldberg ráðgjafafyrirtækið upphaflega að málinu. Flugstöðin á myndinni er hönnuð í samstarfi Icelandair og Goldberg til að henta þörfum tengiflugs betur en hægt er á Keflavíkurflugvelli. Flugbrautirnar eru sýndar í brautarstefnu miðað við þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum, meðal annars með raunverulegu aðflugi á Boeing 757-þotu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynntu skýrsluna á fimmtudag.Ráðamenn ríkis og borgar ákváðu fyrir helgi að kanna bara kosti þess að gera innanlandsvöll og æfinga- og kennsluvöll í Hvassahrauni, sem þó geti jafnframt verið varaflugvöllur. Ráðamenn Icelandair eru hins vegar ekki tilbúnir að afskrifa þann möguleika að í Hvassahrauni verði einnig framtíðar millilandaflugvöllur þjóðarinnar. „Aðalkosturinn er sá að vera með flugið, bæði innanlands- og millilandaflugið, á einum stað nálægt höfuðborgarsvæðinu. Það er náttúrlega langstærsti kosturinn í þessu, - ef að niðurstaðan er sú að Hvassahraunið hentar vel fyrir flugrekstur vegna veðurs og þessháttar. Sú niðurstaða liggur ekki alveg fyrir á þessu stigi,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Mynd/Vilhelm.Hann segir málið flókið enda snúist það um stórar fjárfestingar. „Og það er áframhaldandi þörf á uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli næstu árin og þar af leiðandi er þetta mjög flókið viðfangsefni. Það er mjög erfitt að taka ákvörðun um að fara að fjárfesta í glænýjum velli meðan við erum að fjárfesta í öðrum velli samhliða. Þannig að við þurfum að bera virðingu fyrir því að þetta er flókið viðfangsefni. En við höfum sagt það samt sem áður að við Íslendingar eigum að horfa til langs tíma í svona stórum ákvörðunum. Og það er okkar afstaða að til langs tíma eigi að horfa til þess að hafa millilanda- og innanlandsflugvöllinn á sama stað. Við teljum að það sé hagkvæmt til lengri tíma fyrir hagkerfið og ferðaþjónustuna,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. 29. nóvember 2019 23:17 Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Kanna aðflug að þremur ímynduðum flugbrautum. Bregðast við ráðleggingum Rögnunefndarinnar um könnun flugvallarskilyrða á staðnum. 23. janúar 2017 07:00 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Icelandair hefur veðurfarsrannsóknir í Hvassahrauni Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum næstu vikur og mánuði og tekur þá við úrvinnslu úr rannsóknarvinnunni. 22. nóvember 2016 17:26 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug. Forstjóri félagsins segir að þegar horft sé til framtíðar verði hagkvæmt að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan sýnir hvernig alþjóðaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni, rétt í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Vegalengdin úr miðborg Reykjavíkur yrði aðeins um tuttugu kílómetrar í stað um fimmtíu kílómetra til Keflavíkur. Myndin er úr skýrslu Goldberg Partners International, sem birt er sem viðauki með skýrslu stýrihóps samgönguráðuneytis um flugvallakosti suðvestanlands en það var Icelandair sem fékk Goldberg ráðgjafafyrirtækið upphaflega að málinu. Flugstöðin á myndinni er hönnuð í samstarfi Icelandair og Goldberg til að henta þörfum tengiflugs betur en hægt er á Keflavíkurflugvelli. Flugbrautirnar eru sýndar í brautarstefnu miðað við þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum, meðal annars með raunverulegu aðflugi á Boeing 757-þotu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynntu skýrsluna á fimmtudag.Ráðamenn ríkis og borgar ákváðu fyrir helgi að kanna bara kosti þess að gera innanlandsvöll og æfinga- og kennsluvöll í Hvassahrauni, sem þó geti jafnframt verið varaflugvöllur. Ráðamenn Icelandair eru hins vegar ekki tilbúnir að afskrifa þann möguleika að í Hvassahrauni verði einnig framtíðar millilandaflugvöllur þjóðarinnar. „Aðalkosturinn er sá að vera með flugið, bæði innanlands- og millilandaflugið, á einum stað nálægt höfuðborgarsvæðinu. Það er náttúrlega langstærsti kosturinn í þessu, - ef að niðurstaðan er sú að Hvassahraunið hentar vel fyrir flugrekstur vegna veðurs og þessháttar. Sú niðurstaða liggur ekki alveg fyrir á þessu stigi,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Mynd/Vilhelm.Hann segir málið flókið enda snúist það um stórar fjárfestingar. „Og það er áframhaldandi þörf á uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli næstu árin og þar af leiðandi er þetta mjög flókið viðfangsefni. Það er mjög erfitt að taka ákvörðun um að fara að fjárfesta í glænýjum velli meðan við erum að fjárfesta í öðrum velli samhliða. Þannig að við þurfum að bera virðingu fyrir því að þetta er flókið viðfangsefni. En við höfum sagt það samt sem áður að við Íslendingar eigum að horfa til langs tíma í svona stórum ákvörðunum. Og það er okkar afstaða að til langs tíma eigi að horfa til þess að hafa millilanda- og innanlandsflugvöllinn á sama stað. Við teljum að það sé hagkvæmt til lengri tíma fyrir hagkerfið og ferðaþjónustuna,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. 29. nóvember 2019 23:17 Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Kanna aðflug að þremur ímynduðum flugbrautum. Bregðast við ráðleggingum Rögnunefndarinnar um könnun flugvallarskilyrða á staðnum. 23. janúar 2017 07:00 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Icelandair hefur veðurfarsrannsóknir í Hvassahrauni Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum næstu vikur og mánuði og tekur þá við úrvinnslu úr rannsóknarvinnunni. 22. nóvember 2016 17:26 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45
Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24
Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. 29. nóvember 2019 23:17
Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Kanna aðflug að þremur ímynduðum flugbrautum. Bregðast við ráðleggingum Rögnunefndarinnar um könnun flugvallarskilyrða á staðnum. 23. janúar 2017 07:00
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13
Icelandair hefur veðurfarsrannsóknir í Hvassahrauni Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum næstu vikur og mánuði og tekur þá við úrvinnslu úr rannsóknarvinnunni. 22. nóvember 2016 17:26
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent