Stríðsmennirnir voru þó án margra af sinna lykilmanna í nótt en Draymond Green og Stephen Curry voru á meðal þeirra sem spiluðu ekki í leiknum í nótt.
Eric Paschall var stigahæstur með 24 stig hjá Golden State en Trae Young gerði 24 stig fyrir Atlanta.
Milawukee heldur áfram að vinna körfuboltaleiki en í nótt unnu þeir stórsigur á New York, 132-88. Giannis Antetokounmpo fór enn eina ferðina á kostum en hann gerði 29 stig og tók 15 fráköst í tólfta sigri Milwaukee í röð.
Utah - Philadelphia 94-103
Phoenix - Charlotte 109-104
Golden State - Atlanta 104-79
New York - Milwaukee 88-132
Indiana - Memphis 117-104
Chicago - Sacramento 113-106