Fullnægingarleikþáttur Trumps var kornið sem fyllti mælinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:12 Lisa Page mætir hér á fund þingnefndar vegna skilaboðanna í júlí árið 2018. Vísir/getty Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48
FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22