Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018.
PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum. Kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi en ein greinanna er áherslugrein í hvert sinn.
Niðurstöðurnar liggja fyrir og verða kynntar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu klukkan 10:15.
Uppfært klukkan 10:55
Útsendingunni er lokið en upptaka af henni er aðgengileg hér fyrir neðan.