Veðjaði á móti eigin liði og tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 23:00 Josh Shaw. Getty/David Buchan Josh Shaw, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í rúmlega eins árs bann frá NFL-deildinni eftir að upp komst um að hann hefði veðjað á leiki í deildinni. Josh Shaw má ekki spila í deildinni á ný fyrr en í fyrsta lagi á 2021 tímabilinu. Hann er því í banni út þetta tímabil og líka það næsta. Josh Shaw gerði eins árs samning við Arizona Cardinals í mars en þetta er hans fimmta tímabil í NFL-deildinni. Shaw spilaði áður með Cincinnati Bengals (2015–2018), Kansas City Chiefs (2018) og Tampa Bay Buccaneers (2018). ESPN hefur nú grafið það upp að Josh Shaw veðjaði líka á leiki síns eigins liðs, Arizona Cardinals.Suspended Cardinals safety Josh Shaw reportedly bet against his own team and lost. https://t.co/dVeeR9Z6Qr — USA TODAY Sports (@usatodaysports) December 3, 2019Josh Shaw náði ekki að spila deildarleik með Arizona Cardinals liðinu því hann hefur verið á meiðslalistanum síðan í lok ágúst. Hann freistaðist til að veðja á sitt eigið lið í nóvember hjá Caesars sportsbook í Las Vegas samkvæmt frétt ESPN. Shaw veðjaði meðal annars á útkomu seinni hálfleiksins í leik Arizona Cardinals og Tampa Bay Buccaneers sem eru einmitt núverandi og fyrrverandi lið hans. Tampa Bay Buccaneers voru 17-13 yfir í hálfleik og Josh Shaw veðjaði að Buccaneers liðið myndi líka vinna seinni hálfleikinn. Svo fór þó ekki því Arizona Cardinals vann hann með einu. Arizona Cardinals tapaði samt leiknum og Josh Shaw tapaði veðmálinu en það snérist einnig um úrslit í seinni hálfleik á tveimur öðrum leikjum í deildinni. NFL tekur mjög hart á þátttöku leikmanna í veðmálum með úrslit í deildinni sem sést vel á þessari hörðu refsingu. Josh Shaw viðurkenndi strax brot sín og vann með rannsakendum en fékk engu að síður eins og hálfs árs bann frá NFL-deildinni. NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Josh Shaw, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í rúmlega eins árs bann frá NFL-deildinni eftir að upp komst um að hann hefði veðjað á leiki í deildinni. Josh Shaw má ekki spila í deildinni á ný fyrr en í fyrsta lagi á 2021 tímabilinu. Hann er því í banni út þetta tímabil og líka það næsta. Josh Shaw gerði eins árs samning við Arizona Cardinals í mars en þetta er hans fimmta tímabil í NFL-deildinni. Shaw spilaði áður með Cincinnati Bengals (2015–2018), Kansas City Chiefs (2018) og Tampa Bay Buccaneers (2018). ESPN hefur nú grafið það upp að Josh Shaw veðjaði líka á leiki síns eigins liðs, Arizona Cardinals.Suspended Cardinals safety Josh Shaw reportedly bet against his own team and lost. https://t.co/dVeeR9Z6Qr — USA TODAY Sports (@usatodaysports) December 3, 2019Josh Shaw náði ekki að spila deildarleik með Arizona Cardinals liðinu því hann hefur verið á meiðslalistanum síðan í lok ágúst. Hann freistaðist til að veðja á sitt eigið lið í nóvember hjá Caesars sportsbook í Las Vegas samkvæmt frétt ESPN. Shaw veðjaði meðal annars á útkomu seinni hálfleiksins í leik Arizona Cardinals og Tampa Bay Buccaneers sem eru einmitt núverandi og fyrrverandi lið hans. Tampa Bay Buccaneers voru 17-13 yfir í hálfleik og Josh Shaw veðjaði að Buccaneers liðið myndi líka vinna seinni hálfleikinn. Svo fór þó ekki því Arizona Cardinals vann hann með einu. Arizona Cardinals tapaði samt leiknum og Josh Shaw tapaði veðmálinu en það snérist einnig um úrslit í seinni hálfleik á tveimur öðrum leikjum í deildinni. NFL tekur mjög hart á þátttöku leikmanna í veðmálum með úrslit í deildinni sem sést vel á þessari hörðu refsingu. Josh Shaw viðurkenndi strax brot sín og vann með rannsakendum en fékk engu að síður eins og hálfs árs bann frá NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira