Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 16:00 Haukur Þrastarson í leik með Selfossi á móti FH. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira