Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. Kjartan mun taka tímabundið við sem ríkislögreglustjóri. Hann gerir ráð fyrir að sinna starfinu í um tvo mánuði ef ráðning nýs ríkislögreglustjóra gengur vel. Hann hefur þó sjálfur engan áhuga á að sækja um stöðuna. Kjartan var staddur á Höfn í Hornafirði þegar fréttastofa náði tali af honum. „Ég var bara beðinn um það af ráðuneytinu um að taka þetta að mér. Þá var líka kannað hvort ég vildi sækja um þetta starf sem ég hef ekki áhuga á. Ég vil bara vera lögreglustjóri í mínu umdæmi. Mér líður vel hér en hins vegar var ég til í að taka þetta að mér, bara stutt. Ég vil bara þakka fyrir það traust sem mér er sýnt í þessum efnum,“ segir Kjartan.Vill klára hafið verk á Suðurlandi Inntur eftir frekari skýringum á því hvers vegna hann hafi ekki áhuga á að sækja um svarar Kjartan: „Ég hef nú alltaf verið landsbyggðarmaður og líður best þar. Og ég hef nóg að gera hérna á Suðurlandi. Þetta er stórt og víðáttumikið umdæmi og ég er búinn að vera með það í fimm ár. Ég er á mínu síðasta tímabili og vil bara klára það eins vel og ég get og og ég vil ná að sinna mínu fólki hér á Suðurlandi.“Muntu breyta einhverju á þessum tveimur mánuðum sem þú munt sinna embætti ríkislögreglustjóra? „Ég held að fólk þurfi að leggja svolítið áherslu á að flýta sér ekki of mikið og setja sig vel inn í hlutin. Það sem ég mun leggja áherslu á við þau verkefni, sem fólk ætlar að skoða, er að hlustað sé bæði á starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra – sem hafa náttúrulega mikla þekkingu og reynslu því þar er mikill mannauður – og svo líka á aðra hagsmunaaðila eins og lögreglustjórana og ráðuneytið og að við vöndum okkur við þetta. En það er náttúrulega ljóst að þar sem ég starfa bara tímabundið að þá er ég náttúrulega ekki að taka neinar stefnumótandi ákvarðanir fyrir embætti ríkislögreglustjóra á þeim tíma heldur frekar að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra.En muntu gera einhverjar breytingar?„Það verður bara að koma í ljós. Ég verð fyrst að fá að koma þarna inn og skoða hlutina – og sjá hvað ég get gert af því sem mig langar kannski til að gera.“Haraldur Johannessen greindi frá því í morgun að hann hygðist hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin.Vísir/VilhelmLíst vel á plön ráðherra Dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í hádeginu að nýtt lögregluráð tæki til starfa 1. janúar á næsta ári. Lögregluráð verður formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra undir formennski ríkislögreglustjóra. Lögregluráðið hefur þann tilgang að gera lögreglunni kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Ráðið muni leiða til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla.Hvernig lýst þér á þessar tillögur sem dómsmálaráðherra kynnti í hádeginu?„Mér líst mjög vel á það. Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé góð samvinna og samráð á milli lögreglustjóranna undir stjórn ríkislögreglustjóra. Ég held að þetta eigi að geta skilað lögreglunni fram á veginn og að þetta löggæsluráð geti þá mótað framtíðarsýn fyrir lögregluna og hvernig við viljum starfa.“Hefur vantað upp á flæði og samvinnu á milli embætta?„Það hafa náttúrulega verið, kannski ekki á milli embættanna sem slíkra, ákveðnir hnökrar í samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra og fólk hefur kannski þurft að tala meira saman og vinna meira saman og vinna betur saman og frumvinnan við það er að fólk hittist og talist saman sem oftast,“ segir Kjartan sem kveðst vera tilbúinn í slaginn. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. Kjartan mun taka tímabundið við sem ríkislögreglustjóri. Hann gerir ráð fyrir að sinna starfinu í um tvo mánuði ef ráðning nýs ríkislögreglustjóra gengur vel. Hann hefur þó sjálfur engan áhuga á að sækja um stöðuna. Kjartan var staddur á Höfn í Hornafirði þegar fréttastofa náði tali af honum. „Ég var bara beðinn um það af ráðuneytinu um að taka þetta að mér. Þá var líka kannað hvort ég vildi sækja um þetta starf sem ég hef ekki áhuga á. Ég vil bara vera lögreglustjóri í mínu umdæmi. Mér líður vel hér en hins vegar var ég til í að taka þetta að mér, bara stutt. Ég vil bara þakka fyrir það traust sem mér er sýnt í þessum efnum,“ segir Kjartan.Vill klára hafið verk á Suðurlandi Inntur eftir frekari skýringum á því hvers vegna hann hafi ekki áhuga á að sækja um svarar Kjartan: „Ég hef nú alltaf verið landsbyggðarmaður og líður best þar. Og ég hef nóg að gera hérna á Suðurlandi. Þetta er stórt og víðáttumikið umdæmi og ég er búinn að vera með það í fimm ár. Ég er á mínu síðasta tímabili og vil bara klára það eins vel og ég get og og ég vil ná að sinna mínu fólki hér á Suðurlandi.“Muntu breyta einhverju á þessum tveimur mánuðum sem þú munt sinna embætti ríkislögreglustjóra? „Ég held að fólk þurfi að leggja svolítið áherslu á að flýta sér ekki of mikið og setja sig vel inn í hlutin. Það sem ég mun leggja áherslu á við þau verkefni, sem fólk ætlar að skoða, er að hlustað sé bæði á starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra – sem hafa náttúrulega mikla þekkingu og reynslu því þar er mikill mannauður – og svo líka á aðra hagsmunaaðila eins og lögreglustjórana og ráðuneytið og að við vöndum okkur við þetta. En það er náttúrulega ljóst að þar sem ég starfa bara tímabundið að þá er ég náttúrulega ekki að taka neinar stefnumótandi ákvarðanir fyrir embætti ríkislögreglustjóra á þeim tíma heldur frekar að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra.En muntu gera einhverjar breytingar?„Það verður bara að koma í ljós. Ég verð fyrst að fá að koma þarna inn og skoða hlutina – og sjá hvað ég get gert af því sem mig langar kannski til að gera.“Haraldur Johannessen greindi frá því í morgun að hann hygðist hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin.Vísir/VilhelmLíst vel á plön ráðherra Dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í hádeginu að nýtt lögregluráð tæki til starfa 1. janúar á næsta ári. Lögregluráð verður formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra undir formennski ríkislögreglustjóra. Lögregluráðið hefur þann tilgang að gera lögreglunni kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Ráðið muni leiða til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla.Hvernig lýst þér á þessar tillögur sem dómsmálaráðherra kynnti í hádeginu?„Mér líst mjög vel á það. Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé góð samvinna og samráð á milli lögreglustjóranna undir stjórn ríkislögreglustjóra. Ég held að þetta eigi að geta skilað lögreglunni fram á veginn og að þetta löggæsluráð geti þá mótað framtíðarsýn fyrir lögregluna og hvernig við viljum starfa.“Hefur vantað upp á flæði og samvinnu á milli embætta?„Það hafa náttúrulega verið, kannski ekki á milli embættanna sem slíkra, ákveðnir hnökrar í samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra og fólk hefur kannski þurft að tala meira saman og vinna meira saman og vinna betur saman og frumvinnan við það er að fólk hittist og talist saman sem oftast,“ segir Kjartan sem kveðst vera tilbúinn í slaginn.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19