Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. desember 2019 19:00 Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd. Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd.
Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira