Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. desember 2019 19:00 Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd. Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd.
Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira