Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 19:15 Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira