Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 19:15 Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira