Gefa út litabók til að ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 09:30 Håkan Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hefur í félagi við teiknarann Börje Svensson gefið út litabók með texta sem ætlað er auka þekkingu og ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga. Í bókinni segir frá hinum sænska Oscar og hinni íslensku Freyju þar sem þau segja hvort öðru frá sínu landi. Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Dregur hann fram líkindi milli Svíþjóðar og Íslands, en einnig það sem er ólíkt, séð úr augum barna. Bókin ber heitið Svona gerum við. Við gerum svona. „Bókin byggir á fínum myndum Börje Svensson. Mitt framlag er að ég hef skrifað þessa stuttu texta um Freyju og Oscar. Börnin segja hvort öðru frá lífi sínu í sínu heimalandi, um hefðir, sérstaka staði, mat og áhugamál,“ segir Juholt. Í bókinni segja þau Freyja og Oscar meðal annars frá Hallgrímskirkju, sænskar bolludagsbollur (s. semlor), elgum og fleiru.Oscar segir hér frá elgunum í sænsku skógunum.Óhagnaðardrifið verkefni Börje Svensson var með sýningu í sænska sendiherrabústaðnum síðasta vor og segir að það hafi fín upplifun. „Við „fundum hvorn annan֧“ og byrjuðum fljótlega að ræða um að vinna að verkefni saman. Ég sá hvað Håkan var virkur í sinni vinnu að auka tengslin milli Svíþjóðar og Íslands, svo ég lagði til að við myndum vinna saman litabók og hann beit á, var til í það.“ Juholt segist hafa líkað mjög vel við hugmyndina um litabók fyrir börn. „Bókin er framlag til þess að auka áhuga á og þekkingu um hvert annað. Það er mikil hlýja og gleði í myndum Börje. Þetta er óhagnaðardrifið verkefni og það er von mín að bókin nái til sem flestra fjölskyldna og geri okkur forvitnari um hvert annað.“ Sala ætluð að standa straum af prentkostnaði Juholt segir að litabókin verði til að byrja með seld á 400 krónur til að standa straum af prentkostnaði og að eftir það verði hægt að nálgast hana frítt. Vonast hann til að síðar verði hægt að dreifa litabókinni frítt í skóla, sjúkrahús, til félagasamtaka og allra þeirra sem áhuga hafa. Þó gætu einhverjir mánuðir liðið þar til að það verði hægt. „Þannig að þeir sem kaupa litabókina, gera það verkefni að möguleika,“ segir sendiherrann. Hann segir að hægt verði að nálgast bókina til dæmis með því að hafa samband í tölvupósti, hakan.juholt@gov.se, eða þá í gegnum Facebook-síðu hans. Börn og uppeldi Myndlist Svíþjóð Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hefur í félagi við teiknarann Börje Svensson gefið út litabók með texta sem ætlað er auka þekkingu og ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga. Í bókinni segir frá hinum sænska Oscar og hinni íslensku Freyju þar sem þau segja hvort öðru frá sínu landi. Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Dregur hann fram líkindi milli Svíþjóðar og Íslands, en einnig það sem er ólíkt, séð úr augum barna. Bókin ber heitið Svona gerum við. Við gerum svona. „Bókin byggir á fínum myndum Börje Svensson. Mitt framlag er að ég hef skrifað þessa stuttu texta um Freyju og Oscar. Börnin segja hvort öðru frá lífi sínu í sínu heimalandi, um hefðir, sérstaka staði, mat og áhugamál,“ segir Juholt. Í bókinni segja þau Freyja og Oscar meðal annars frá Hallgrímskirkju, sænskar bolludagsbollur (s. semlor), elgum og fleiru.Oscar segir hér frá elgunum í sænsku skógunum.Óhagnaðardrifið verkefni Börje Svensson var með sýningu í sænska sendiherrabústaðnum síðasta vor og segir að það hafi fín upplifun. „Við „fundum hvorn annan֧“ og byrjuðum fljótlega að ræða um að vinna að verkefni saman. Ég sá hvað Håkan var virkur í sinni vinnu að auka tengslin milli Svíþjóðar og Íslands, svo ég lagði til að við myndum vinna saman litabók og hann beit á, var til í það.“ Juholt segist hafa líkað mjög vel við hugmyndina um litabók fyrir börn. „Bókin er framlag til þess að auka áhuga á og þekkingu um hvert annað. Það er mikil hlýja og gleði í myndum Börje. Þetta er óhagnaðardrifið verkefni og það er von mín að bókin nái til sem flestra fjölskyldna og geri okkur forvitnari um hvert annað.“ Sala ætluð að standa straum af prentkostnaði Juholt segir að litabókin verði til að byrja með seld á 400 krónur til að standa straum af prentkostnaði og að eftir það verði hægt að nálgast hana frítt. Vonast hann til að síðar verði hægt að dreifa litabókinni frítt í skóla, sjúkrahús, til félagasamtaka og allra þeirra sem áhuga hafa. Þó gætu einhverjir mánuðir liðið þar til að það verði hægt. „Þannig að þeir sem kaupa litabókina, gera það verkefni að möguleika,“ segir sendiherrann. Hann segir að hægt verði að nálgast bókina til dæmis með því að hafa samband í tölvupósti, hakan.juholt@gov.se, eða þá í gegnum Facebook-síðu hans.
Börn og uppeldi Myndlist Svíþjóð Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira