Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:43 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Líkt og greint var frá í gær lætur Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, af störfum um áramót. Frá 1. janúar til marsloka á næsta ári tekur hann að sér sérstaka ráðgjöf um löggæslumál fyrir dómsmálaráðherra. Að því loknu tekur við starfslokasamningur sem tryggir honum óskert laun til júníloka árið 2021. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði og þar sem hann verður á fullum launum í átján mánuði nema launagreiðslur á tímabilinu ríflega 31 milljón króna. Við það bætist síðan orlof og biðlaun sem hann fer á í júlí 2021. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir starfslokagreiðslurnar sem hann segir óeðlilega háar. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," segir Ragnar Þór.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmHaraldur fer á biðlaun frá 1. júlí 2021 til 31. desember sama ár. Um miðjan janúar 2022 fær hann síðan greitt orlof fyrir fyrrgreindan tíma en það jafngildir þriggja mánaða launum. „Þegar venjulegt fólk þarf að vinna út sinn uppsagnarfrest, það getur reyndar eftir svona langan starfsaldur fengið sex mánuði, en það er í undantekningartilvikum sem hann er borgaður út án vinnuframlags. Að verða síðan á sama tíma vitni af alls konar sérdílum og loforðum til þeirra sem standa sig vel í að verja þessa pólitísku elítu; að þeir fái þá annað hvort þægilegt starf hjá utanríkisþjónustu eða einhverja svona starfslokagreiðslu," segir Ragnar Þór. „Þetta er einfaldlega óþolandi og er ekki boðlegt lengur. Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá upp í kok af þessu," segir Ragnar Þór. Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Líkt og greint var frá í gær lætur Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, af störfum um áramót. Frá 1. janúar til marsloka á næsta ári tekur hann að sér sérstaka ráðgjöf um löggæslumál fyrir dómsmálaráðherra. Að því loknu tekur við starfslokasamningur sem tryggir honum óskert laun til júníloka árið 2021. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði og þar sem hann verður á fullum launum í átján mánuði nema launagreiðslur á tímabilinu ríflega 31 milljón króna. Við það bætist síðan orlof og biðlaun sem hann fer á í júlí 2021. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir starfslokagreiðslurnar sem hann segir óeðlilega háar. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," segir Ragnar Þór.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmHaraldur fer á biðlaun frá 1. júlí 2021 til 31. desember sama ár. Um miðjan janúar 2022 fær hann síðan greitt orlof fyrir fyrrgreindan tíma en það jafngildir þriggja mánaða launum. „Þegar venjulegt fólk þarf að vinna út sinn uppsagnarfrest, það getur reyndar eftir svona langan starfsaldur fengið sex mánuði, en það er í undantekningartilvikum sem hann er borgaður út án vinnuframlags. Að verða síðan á sama tíma vitni af alls konar sérdílum og loforðum til þeirra sem standa sig vel í að verja þessa pólitísku elítu; að þeir fái þá annað hvort þægilegt starf hjá utanríkisþjónustu eða einhverja svona starfslokagreiðslu," segir Ragnar Þór. „Þetta er einfaldlega óþolandi og er ekki boðlegt lengur. Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá upp í kok af þessu," segir Ragnar Þór.
Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59