Röð út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2019 18:30 Röð var út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð. Erlendum ríkisborgurum, sem eru nýlega komnir til landsins, hefur fjölgað ört í hópi þeirra sem sækja um. Líkt og fyrri ár aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalitlar fjölskyldur við að halda jólin hátíðleg. Fólk fær meðal annars inneignarkort fyrir matvörum, jólaföt og jólagjafir. Byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð í gær og er hægt að sækja um út morgundaginn.Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.Þegar hefur fjöldi umsókna borist. Í gær og í dag mættu margir til að sækja um og um tíma náði röðin út á götu. „Það er sem sagt fjölgun í þessum innflytjendahópi, í hópi flóttafólks, og það eru fjölskyldur fyrst og fremst. Af því við erum líka fyrst og fremst að aðstoða fjölskyldur. Þetta er hópur náttúrulega sem kemur með oft litla menntun, litla getu bæði í íslensku og ensku og er á einmitt annað hvort lágmarkslaunum og eða lágmarksframfærslu og er að borga mjög háa leigu á almennum markaði. Þá bara ná endar ekki saman,“ segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Í fyrra fengu um þrjú þúsund og fjögur hundruð manns aðstoð fyrir jólin. Þeir sem sækja um þurfa að skila inn göngum sem sýna tekjur og útgjöld frá síðustu mánaðarmótum. Margir sjálfboðaliðar taka þátt í undirbúa jólaastoðina og þá eru margir tilbúnir að gefa bæði peninga og hluti sem nýtast. „Við náttúrulega erum á fullu núna bara að taka á móti og gefa eins og jólafatnað fyrir börn og fullorðna og þannig að við þiggjum það alltaf og eins jólagjafir. Það kemur sér vel og auðvitað alltaf útifatnaður á börn. Það er eitthvað sem þarf alltaf,“ Sædís. Hjálparstarf Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Sjá meira
Röð var út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð. Erlendum ríkisborgurum, sem eru nýlega komnir til landsins, hefur fjölgað ört í hópi þeirra sem sækja um. Líkt og fyrri ár aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalitlar fjölskyldur við að halda jólin hátíðleg. Fólk fær meðal annars inneignarkort fyrir matvörum, jólaföt og jólagjafir. Byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð í gær og er hægt að sækja um út morgundaginn.Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.Þegar hefur fjöldi umsókna borist. Í gær og í dag mættu margir til að sækja um og um tíma náði röðin út á götu. „Það er sem sagt fjölgun í þessum innflytjendahópi, í hópi flóttafólks, og það eru fjölskyldur fyrst og fremst. Af því við erum líka fyrst og fremst að aðstoða fjölskyldur. Þetta er hópur náttúrulega sem kemur með oft litla menntun, litla getu bæði í íslensku og ensku og er á einmitt annað hvort lágmarkslaunum og eða lágmarksframfærslu og er að borga mjög háa leigu á almennum markaði. Þá bara ná endar ekki saman,“ segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Í fyrra fengu um þrjú þúsund og fjögur hundruð manns aðstoð fyrir jólin. Þeir sem sækja um þurfa að skila inn göngum sem sýna tekjur og útgjöld frá síðustu mánaðarmótum. Margir sjálfboðaliðar taka þátt í undirbúa jólaastoðina og þá eru margir tilbúnir að gefa bæði peninga og hluti sem nýtast. „Við náttúrulega erum á fullu núna bara að taka á móti og gefa eins og jólafatnað fyrir börn og fullorðna og þannig að við þiggjum það alltaf og eins jólagjafir. Það kemur sér vel og auðvitað alltaf útifatnaður á börn. Það er eitthvað sem þarf alltaf,“ Sædís.
Hjálparstarf Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Sjá meira