Katrín lagði áherslu á afvopnunar- og loftslagsmál á NATO-fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2019 18:45 Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. Aðdragandi fundarins einkenndist af togstreitu. Tyrkir höfðu gert kröfu um að hersveitir Kúrda í Sýrlandi yrðu skilgreindar hryðjuverkasamtök og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði ummæli Frakklandsforseta, sem sagði NATO stríða við heilabilun, andstyggileg. Þrátt fyrir þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn, að hann hafi verið hinn rólegasti. Hún segir að fulltrúar aðildarríkja hafi farið yfir áherslur sínar en stóru umræðuefnin hafi verið þau sömu og á síðasta fundi. Einna helst hafi verið rætt um þá kröfu Bandaríkjastjórnar um að ríki auki framlög sín til her- og varnarmála og til bandalagsins sjálfs. Þá segir forsætisráðherra að einnig hafi verið talað um þau sjónarmið að ef dreifa ætti fjármögnun jafnar væri rétt að dreifa ákvarðanatökunni. Áherslur íslenskra stjórnvalda voru, að sögn forsætisráðherra, áhyggjur af því að afvopnunarsamningar séu að flosna upp, stefnuleysi í loftslagsmálum, málefni Norður-Atlantshafs og jafnréttismál. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, í dag. Þar ræddu þau meðal annars um stöðu jafnréttismála og áherslur komandi ríkisstjórnar Spánverjans. Hann hafi einnig rætt sérstaklega um stöðu Katalóníu á Spáni, en sjálfsstjórnarhéraðið hefur logað í mótmælum undanfarin ár, sérstaklega eftir að leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar fengu þunga fangelsisdóma í haust. Segir Katrín að ítarlega hafi verið farið yfir málið og áhyggjur íslenskra stjórnvalda af stöðunni. NATO Utanríkismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. Aðdragandi fundarins einkenndist af togstreitu. Tyrkir höfðu gert kröfu um að hersveitir Kúrda í Sýrlandi yrðu skilgreindar hryðjuverkasamtök og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði ummæli Frakklandsforseta, sem sagði NATO stríða við heilabilun, andstyggileg. Þrátt fyrir þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn, að hann hafi verið hinn rólegasti. Hún segir að fulltrúar aðildarríkja hafi farið yfir áherslur sínar en stóru umræðuefnin hafi verið þau sömu og á síðasta fundi. Einna helst hafi verið rætt um þá kröfu Bandaríkjastjórnar um að ríki auki framlög sín til her- og varnarmála og til bandalagsins sjálfs. Þá segir forsætisráðherra að einnig hafi verið talað um þau sjónarmið að ef dreifa ætti fjármögnun jafnar væri rétt að dreifa ákvarðanatökunni. Áherslur íslenskra stjórnvalda voru, að sögn forsætisráðherra, áhyggjur af því að afvopnunarsamningar séu að flosna upp, stefnuleysi í loftslagsmálum, málefni Norður-Atlantshafs og jafnréttismál. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, í dag. Þar ræddu þau meðal annars um stöðu jafnréttismála og áherslur komandi ríkisstjórnar Spánverjans. Hann hafi einnig rætt sérstaklega um stöðu Katalóníu á Spáni, en sjálfsstjórnarhéraðið hefur logað í mótmælum undanfarin ár, sérstaklega eftir að leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar fengu þunga fangelsisdóma í haust. Segir Katrín að ítarlega hafi verið farið yfir málið og áhyggjur íslenskra stjórnvalda af stöðunni.
NATO Utanríkismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira