Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 18:35 Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum undruðust bæði starfslokasamninginn við Harald Jóhannesson ríkislögreglustjóra og þau störf sem hann ætti að taka að sér fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ekki síst í ljósi þess að átta af níu lögreglustjórum og Landssamband lögreglumanna hafi lýst vantrausti á ríkislögreglustjórann. Þá hefði umboðsmaður Alþingis sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvers vegna hann hefði ekki verið áminntur í starfi vegna bréfs sem hann skrifaði á bréfsefni embættisins til blaðamanns til að kvarta undan umfjöllun. Helga Vala sagði löngu hafa verið tímabært að Haraldur viki og að því leyti væri starfslokasamningurinn góður. „En nú hefur hæstvirtur dómsmálaráðherra gert fordæmalaust samkomulag við umræddan embættismann. Samkomulag sem hefur vakið furðu, undrun og jafnvel regin hneykslan um samfélagið,“ sagði Helga Vala. Hún spurði ráðherra hvort eðlilegt væri að Haraldur leiddi stefnumótunarvinnu um löggæslumál í ráðuneytinu og hvort meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt við ákvörðun um greiðslur til hans. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur myndi ekki leiða stefnumótunarvinnu, heldur vinna sérstök verkefni þar sem reynsla hans nýttist henni, meðal annars á sviði alþjóða lögreglumála. „Heldur leiði ég þá vinnu sem fer fram í ráðuneytinu um lögreglumál nú sem áður,“ sagði Áslaug Arna. „Og ég tel já að meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt. Það er auðvitað umdeilanlegt að gera starfslokasamning. Það er auðvitað ekki bæði hægt að hafa ströng lög um opinbera starfsmenn og enga heimild um starfslokasamninga. Helgi Hrafn tók undir gagnrýni Helgu Völu. Hann sagði eðlilegt að greiða ríkislögreglustjóra laun út skipunartíma hans ef honum hefði verið sagt upp störfum. „Ef ríkislögreglustjóri sjálfur sagði upp finnst mér skrýtið að hann fái tveggja ára laun. Ofan á það sérverkefni í lögreglumálum í mánuði í viðbót sem mér finnst ekki hafa verið skilgreind mjög vel,“ sagði Helgi Hrafn. Áslaug Arna áréttaði að það hefði skort á samvinnu og samstarf innan lögreglunnar og þar gæti lögregluráð sem stofnað verði um áramót. „Ríkislögreglustjóri sagði ekki upp, sagði ekki stöðu sinni lausri. Heldur kom hann að máli við mig um möguleg starfslok og mögulegan starfslokasamning,“ sagði dómsmálaráðherra. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum undruðust bæði starfslokasamninginn við Harald Jóhannesson ríkislögreglustjóra og þau störf sem hann ætti að taka að sér fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ekki síst í ljósi þess að átta af níu lögreglustjórum og Landssamband lögreglumanna hafi lýst vantrausti á ríkislögreglustjórann. Þá hefði umboðsmaður Alþingis sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvers vegna hann hefði ekki verið áminntur í starfi vegna bréfs sem hann skrifaði á bréfsefni embættisins til blaðamanns til að kvarta undan umfjöllun. Helga Vala sagði löngu hafa verið tímabært að Haraldur viki og að því leyti væri starfslokasamningurinn góður. „En nú hefur hæstvirtur dómsmálaráðherra gert fordæmalaust samkomulag við umræddan embættismann. Samkomulag sem hefur vakið furðu, undrun og jafnvel regin hneykslan um samfélagið,“ sagði Helga Vala. Hún spurði ráðherra hvort eðlilegt væri að Haraldur leiddi stefnumótunarvinnu um löggæslumál í ráðuneytinu og hvort meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt við ákvörðun um greiðslur til hans. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur myndi ekki leiða stefnumótunarvinnu, heldur vinna sérstök verkefni þar sem reynsla hans nýttist henni, meðal annars á sviði alþjóða lögreglumála. „Heldur leiði ég þá vinnu sem fer fram í ráðuneytinu um lögreglumál nú sem áður,“ sagði Áslaug Arna. „Og ég tel já að meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt. Það er auðvitað umdeilanlegt að gera starfslokasamning. Það er auðvitað ekki bæði hægt að hafa ströng lög um opinbera starfsmenn og enga heimild um starfslokasamninga. Helgi Hrafn tók undir gagnrýni Helgu Völu. Hann sagði eðlilegt að greiða ríkislögreglustjóra laun út skipunartíma hans ef honum hefði verið sagt upp störfum. „Ef ríkislögreglustjóri sjálfur sagði upp finnst mér skrýtið að hann fái tveggja ára laun. Ofan á það sérverkefni í lögreglumálum í mánuði í viðbót sem mér finnst ekki hafa verið skilgreind mjög vel,“ sagði Helgi Hrafn. Áslaug Arna áréttaði að það hefði skort á samvinnu og samstarf innan lögreglunnar og þar gæti lögregluráð sem stofnað verði um áramót. „Ríkislögreglustjóri sagði ekki upp, sagði ekki stöðu sinni lausri. Heldur kom hann að máli við mig um möguleg starfslok og mögulegan starfslokasamning,“ sagði dómsmálaráðherra.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59