Fyrrum lærisveinar Hermanns og Sol Campbell hóta því að skrópa í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 09:30 Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson í bikarúrslitaleiknum sem þeir unnu saman með Portsmouth árið 2008. Getty/ AMA/Corbis Enska fótboltafélagið Macclesfield Town er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur ekki náð að borga leikmönnum sínum laun. Nú hóta þessir leikmenn þvi að mæta ekki í næsta leik. Leikmenn hafa sent inn skriflega hótun þar sem kemur fram að þeir muni ekki mæta í leikinn á móti Crewe Alexandra á laugardaginn en sá leikur er í ensku D-deildinni. Sol Campbell hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town í upphafi tímabils og er núna tekinn við liði Southend United. Aðstoðarmaður hans er Hermann Hreiðarsson. Leikmenn og starfsmenn Macclesfield Town hafa ekki fengið borgað fyrir síðasta mánuð og þeir fengu launin greidd alltof seint í mánuðinum á undan.Macclesfield Town's unpaid players say they intend to boycott Saturday's League Two game at Moss Rose. Full story https://t.co/ET6tEcR1Smpic.twitter.com/LqZGkUxMpa — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmennirnir grípa til þessara aðgerða en það gerðu þeir einnig fyrir deildarleik gegn Mansfield Town og bikarleik gegn Kingstonian. Í síðarnefnda leiknum þurfti Macclesfield Town að tefla fram óreyndu varaliði en eigandi Macclesfield Town gerði upp við leikmenn aðalliðsins í tíma fyrir hinn leikinn. Þetta var í síðasta mánuði en nú er aftur komin upp þessi erfiða staða. Leikirnir í nóvember fóru báðir fram en leikurinn á móti Crewe gæti verið í hættu. Macclesfield Town var í fallsæti þegar Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson tóku við en þeim tókst að halda liðinu uppi. Núna er Macclesfield Town er í kringum miðja deild með 23 stig út 19 leikjum. Það kom í ljós í réttarsal á dögunum að Macclesfield Town skuldi Sol Campbell 180 þúsund pund eða næstum því 29 milljónir íslenskra króna. Félagið skuldar ekki aðeins gamla knattspyrnustjóranum sínum heldur einnig breska skattinum. Skattaskuld Macclesfield Town verður tekinn fyrir í réttarsal rétt fyrir jól eða nánar til getið 18. desember næstkomandi. Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Enska fótboltafélagið Macclesfield Town er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur ekki náð að borga leikmönnum sínum laun. Nú hóta þessir leikmenn þvi að mæta ekki í næsta leik. Leikmenn hafa sent inn skriflega hótun þar sem kemur fram að þeir muni ekki mæta í leikinn á móti Crewe Alexandra á laugardaginn en sá leikur er í ensku D-deildinni. Sol Campbell hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Macclesfield Town í upphafi tímabils og er núna tekinn við liði Southend United. Aðstoðarmaður hans er Hermann Hreiðarsson. Leikmenn og starfsmenn Macclesfield Town hafa ekki fengið borgað fyrir síðasta mánuð og þeir fengu launin greidd alltof seint í mánuðinum á undan.Macclesfield Town's unpaid players say they intend to boycott Saturday's League Two game at Moss Rose. Full story https://t.co/ET6tEcR1Smpic.twitter.com/LqZGkUxMpa — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmennirnir grípa til þessara aðgerða en það gerðu þeir einnig fyrir deildarleik gegn Mansfield Town og bikarleik gegn Kingstonian. Í síðarnefnda leiknum þurfti Macclesfield Town að tefla fram óreyndu varaliði en eigandi Macclesfield Town gerði upp við leikmenn aðalliðsins í tíma fyrir hinn leikinn. Þetta var í síðasta mánuði en nú er aftur komin upp þessi erfiða staða. Leikirnir í nóvember fóru báðir fram en leikurinn á móti Crewe gæti verið í hættu. Macclesfield Town var í fallsæti þegar Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson tóku við en þeim tókst að halda liðinu uppi. Núna er Macclesfield Town er í kringum miðja deild með 23 stig út 19 leikjum. Það kom í ljós í réttarsal á dögunum að Macclesfield Town skuldi Sol Campbell 180 þúsund pund eða næstum því 29 milljónir íslenskra króna. Félagið skuldar ekki aðeins gamla knattspyrnustjóranum sínum heldur einnig breska skattinum. Skattaskuld Macclesfield Town verður tekinn fyrir í réttarsal rétt fyrir jól eða nánar til getið 18. desember næstkomandi.
Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira