Þurrasti nóvember í áratugi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 11:00 Meðalhiti í Reykjavík í nóvember var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. vísir/vilhelm Nýliðinn nóvembermánuður var óvenju hægviðrasamur og tíðin hagstæð samkvæmt samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Óvenju þurrt var um norðanvert landið og var mánuðurinn víða um land þurrasti nóvembermánuður um áratugaskeið. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýrra vestan til á landinu. Meðalhiti í Reykjavík í mánuðinum var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,8 stig, -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi og í Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 2,0 stig. Hvað úrkomuna varðar þá voru allmörg þurrkamet slegin. Á Akureyri mældist úrkoma aðeins 4,6 mm sem eru tæp 10% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Þetta er næstþurrasti nóvembermánuður frá upphafi samfelldra úrkomumælinga á Akureyri 1927. Þurrara var í nóvember 1952 þegar úrkoman mældist 3,0 mm.Fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en í meðalári Í Reykjavík mældist úrkoman 73,1 mm sem er jafnt meðallagi áranna 1961 til 1990. Úrkoman í Stykkishólmi mældist 36,1 mm sem er um helmingur af meðaltali áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri á Akureyri voru aðeins 3, átta færri en í meðalári. Í Reykjavík mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13 daga, jafnmargir og í meðalári. Þá mældust sólskinsstundir í Reykjavík 49,2, sem er 10,6 stundum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 18,0, sem er 3,7 stundum fleiri en í meðalári. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins var 6,3 stig sem er 1,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 6. til 7. sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna ellefu 4,8 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 25.sæti á lista 139 ára. Úrkoma í Reykjavík hefur verið 11% umfram meðallag og 15% umfram meðallag á Akureyri. Veður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Nýliðinn nóvembermánuður var óvenju hægviðrasamur og tíðin hagstæð samkvæmt samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Óvenju þurrt var um norðanvert landið og var mánuðurinn víða um land þurrasti nóvembermánuður um áratugaskeið. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýrra vestan til á landinu. Meðalhiti í Reykjavík í mánuðinum var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,8 stig, -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi og í Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 2,0 stig. Hvað úrkomuna varðar þá voru allmörg þurrkamet slegin. Á Akureyri mældist úrkoma aðeins 4,6 mm sem eru tæp 10% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Þetta er næstþurrasti nóvembermánuður frá upphafi samfelldra úrkomumælinga á Akureyri 1927. Þurrara var í nóvember 1952 þegar úrkoman mældist 3,0 mm.Fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en í meðalári Í Reykjavík mældist úrkoman 73,1 mm sem er jafnt meðallagi áranna 1961 til 1990. Úrkoman í Stykkishólmi mældist 36,1 mm sem er um helmingur af meðaltali áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri á Akureyri voru aðeins 3, átta færri en í meðalári. Í Reykjavík mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13 daga, jafnmargir og í meðalári. Þá mældust sólskinsstundir í Reykjavík 49,2, sem er 10,6 stundum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 18,0, sem er 3,7 stundum fleiri en í meðalári. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins var 6,3 stig sem er 1,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 6. til 7. sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna ellefu 4,8 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 25.sæti á lista 139 ára. Úrkoma í Reykjavík hefur verið 11% umfram meðallag og 15% umfram meðallag á Akureyri.
Veður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira