Sveindís er einn efnilegasti leikmaður landsins og var mjög eftirsótt eftir tímabilið.
Í sumar skoraði hún sjö mörk fyrir Keflavík sem féll úr Pepsi Max-deildinni.
Sveindís, sem er 18 ára, hefur alls skorað 54 mörk í 80 leikjum með Keflavík. Þá hefur hún skorað 21 mark í 38 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.
Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.