Segir að fleiri en fólk í hjólastólum hafi þurft frá að hverfa vegna anna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 11:15 Íbúum á sambýli var vísað frá kaffihúsinu Norðurbakkanum í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag. Vísir/Vilhelm Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður. Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður.
Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira