Versta forsíða sem Solskjær hefur séð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 10:45 Ole Gunnar Solskjær. Getty/John Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með forsíðu ítalska blaðsins Corriere dello Sport á fimmtudaginn en hann var spurður út í hana á blaðamannafundi í dag. Corriere dello Sport stillti þeim Romelu Lukaku og Chris Smalling upp á móti hvorum öðrum undir fyrirsögninni „Black Friday“ eða „Svartur föstudagur“. Lið þeirra Internazionale og Roma mætast í ítölsku deildinni í kvöld.'Black Friday': Italian newspaper Corriere dello Sport in race storm after printing shocking headline to preview reunion of former Man United team-mates Romelu Lukaku and Chris Smalling https://t.co/LTpdMWFFyn — MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2019 Romelu Lukaku og Chris Smalling spiluðu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United í fyrra en United seldi Romelu Lukaku til Internazionale og lánaði Smalling til Roma. Lukaku sagði fyrirsögnina vera eina þá heimskustu sem hann hafði séð og Smalling bað ritstjóra um að huga betur út í hversu mikil áhrif þeir hafa. Romelu Lukaku segir þetta dæmi um það að menn séu enn í dag að ýta undir rasisma og fordóma á Ítalíu.Ole Gunnar Solskjaer forthright in his 'Black Friday' headline assessment. "See the paper? Wow. Really. Is that possible. It is the worst front page I have ever seen. We have been in touch with him to let him know we back him. And Romelu." — Simon Stone (@sistoney67) December 6, 2019 „Sá ég blaðið. Vá. Í alvöru? Er þetta bara hægt í dag? Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Ég hef verið í sambandið við Chris til að láta hann vita af því að við stöndum með honum. Og með Romelu líka,“ sagði Solskjær. Ítalir hafa verið í miklum vandræðum með kynþáttafordóma á fótboltaleikjum og hafa menn eins og Mario Balotelli þurft að finna það á eigin skinni. Svona blaðamennska er því ekki að hjálpa mönnum í baráttunni við að útrýma slíkum ósóma á forsíðu stærstu íþróttablaða landsins. Corriere dello Sport hefur skiljanlega fengið mikla gagnrýni og þá hafa bæði Internazionale og Roma ákveðið að slíta öllum samskiptum við blaðamenn þess.Romelu Lukaku says the 'Black Friday' headline used by Italian newspaper Corriere dello Sport is "one of the dumbest" he has seen. More here: https://t.co/ayicEIh5Xnpic.twitter.com/moxa1R1xCD — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með forsíðu ítalska blaðsins Corriere dello Sport á fimmtudaginn en hann var spurður út í hana á blaðamannafundi í dag. Corriere dello Sport stillti þeim Romelu Lukaku og Chris Smalling upp á móti hvorum öðrum undir fyrirsögninni „Black Friday“ eða „Svartur föstudagur“. Lið þeirra Internazionale og Roma mætast í ítölsku deildinni í kvöld.'Black Friday': Italian newspaper Corriere dello Sport in race storm after printing shocking headline to preview reunion of former Man United team-mates Romelu Lukaku and Chris Smalling https://t.co/LTpdMWFFyn — MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2019 Romelu Lukaku og Chris Smalling spiluðu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United í fyrra en United seldi Romelu Lukaku til Internazionale og lánaði Smalling til Roma. Lukaku sagði fyrirsögnina vera eina þá heimskustu sem hann hafði séð og Smalling bað ritstjóra um að huga betur út í hversu mikil áhrif þeir hafa. Romelu Lukaku segir þetta dæmi um það að menn séu enn í dag að ýta undir rasisma og fordóma á Ítalíu.Ole Gunnar Solskjaer forthright in his 'Black Friday' headline assessment. "See the paper? Wow. Really. Is that possible. It is the worst front page I have ever seen. We have been in touch with him to let him know we back him. And Romelu." — Simon Stone (@sistoney67) December 6, 2019 „Sá ég blaðið. Vá. Í alvöru? Er þetta bara hægt í dag? Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Ég hef verið í sambandið við Chris til að láta hann vita af því að við stöndum með honum. Og með Romelu líka,“ sagði Solskjær. Ítalir hafa verið í miklum vandræðum með kynþáttafordóma á fótboltaleikjum og hafa menn eins og Mario Balotelli þurft að finna það á eigin skinni. Svona blaðamennska er því ekki að hjálpa mönnum í baráttunni við að útrýma slíkum ósóma á forsíðu stærstu íþróttablaða landsins. Corriere dello Sport hefur skiljanlega fengið mikla gagnrýni og þá hafa bæði Internazionale og Roma ákveðið að slíta öllum samskiptum við blaðamenn þess.Romelu Lukaku says the 'Black Friday' headline used by Italian newspaper Corriere dello Sport is "one of the dumbest" he has seen. More here: https://t.co/ayicEIh5Xnpic.twitter.com/moxa1R1xCD — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira