Fjórðungur býst við uppsögnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2019 11:43 Gluggaþvottamenn að störfum. Vísir/vilhelm Stærstu fyrirtæki landsins gera heldur ráð fyrir fækkun starfsfólks á næstu sex mánuðum frekar en fjölgun. Horft er fram á fækkun í flestum atvinnugreinum, mestri í hvers kyns verslunarþjónustu og byggingastarfsemi, en starfsfólk í sérhæfðri þjónustu virðist búa við hvað mest starfsöryggi. Alls gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næsta hálfa ári, séu niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir stjórnendur 400 stærstu fyrirtæki landsins á dögunum heimfærðar á allan vinnumarkaðinn. Niðurstöður hennar eru reifar á vef Samtaka atvinnulífsins, sem leggur fram sambærilegar kannannir ársfjórðungslega. Þær tvær síðustu hafa gefið nokkuð svipaðar niðurstöður þegar kemur að væntingum stjórnendanna til starfsmannahalds á næstu sex mánuðum. Sú síðasta, sem lögð var fyrir fyrirtækin í haust, sýndi fram á að störfum gæti fækkað um 700.Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag bera með sér að lítill skortur sé á starfsfólki. Um 13 prósent stjórnendanna sögðust finna fyrir svipuðum skorti starfsfólks og fyrir ári síðan. Mestur sé skorturinn í „ýmissi sérhæfðri þjónustu.“Sjá einnig: Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðumÚr svörum stjórnendanna má jafnframt lesa að 14 prósent þeirra búist við að fjölga starfsfólki, samanborið við þau 24 prósent sem ætla að þeir muni skera niður. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun. Þannig er búist við að heildarfjöldi starfsmanna þessara 400 fyrirtækja muni fækka um hálft prósent næsta hálfa árið. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum.Atvinnuleysi eykst og launþegum fækkar Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á síðastliðnu ári, samhliða fjölmennum hópuppsögnum í fjármálageiranum og gjaldþroti flugfélaga. Rúmlega þrjú þúsund fleiri einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra, alls um 7700. Hagstofan greindi jafnframt frá því um miðjan nóvember síðastliðinn að launþegum í landinu hafi fækkað, í fyrsta sinn í næstum áratug. Við það tilefni sagði sérfræðingur hjá Hagstofunni að líklegt væri að atvinnulausum myndi halda áfram að fjölga, miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Það sem spyrnt hefur á móti þessari þróun er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þannig er áætlað að þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hafi fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Stærstu fyrirtæki landsins gera heldur ráð fyrir fækkun starfsfólks á næstu sex mánuðum frekar en fjölgun. Horft er fram á fækkun í flestum atvinnugreinum, mestri í hvers kyns verslunarþjónustu og byggingastarfsemi, en starfsfólk í sérhæfðri þjónustu virðist búa við hvað mest starfsöryggi. Alls gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næsta hálfa ári, séu niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir stjórnendur 400 stærstu fyrirtæki landsins á dögunum heimfærðar á allan vinnumarkaðinn. Niðurstöður hennar eru reifar á vef Samtaka atvinnulífsins, sem leggur fram sambærilegar kannannir ársfjórðungslega. Þær tvær síðustu hafa gefið nokkuð svipaðar niðurstöður þegar kemur að væntingum stjórnendanna til starfsmannahalds á næstu sex mánuðum. Sú síðasta, sem lögð var fyrir fyrirtækin í haust, sýndi fram á að störfum gæti fækkað um 700.Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag bera með sér að lítill skortur sé á starfsfólki. Um 13 prósent stjórnendanna sögðust finna fyrir svipuðum skorti starfsfólks og fyrir ári síðan. Mestur sé skorturinn í „ýmissi sérhæfðri þjónustu.“Sjá einnig: Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðumÚr svörum stjórnendanna má jafnframt lesa að 14 prósent þeirra búist við að fjölga starfsfólki, samanborið við þau 24 prósent sem ætla að þeir muni skera niður. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun. Þannig er búist við að heildarfjöldi starfsmanna þessara 400 fyrirtækja muni fækka um hálft prósent næsta hálfa árið. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum.Atvinnuleysi eykst og launþegum fækkar Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á síðastliðnu ári, samhliða fjölmennum hópuppsögnum í fjármálageiranum og gjaldþroti flugfélaga. Rúmlega þrjú þúsund fleiri einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra, alls um 7700. Hagstofan greindi jafnframt frá því um miðjan nóvember síðastliðinn að launþegum í landinu hafi fækkað, í fyrsta sinn í næstum áratug. Við það tilefni sagði sérfræðingur hjá Hagstofunni að líklegt væri að atvinnulausum myndi halda áfram að fjölga, miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Það sem spyrnt hefur á móti þessari þróun er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þannig er áætlað að þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hafi fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38