Innlent

Stjörnunni breytt þannig að hún verði í hafnfirskum stíl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gangstéttin við Bæjarbíó sem var áður stjörnu prýdd.
Gangstéttin við Bæjarbíó sem var áður stjörnu prýdd. vísir/vilhelm
Björgvin Halldórsson segir að stjarnan sem sett var í stéttina í Strandgötu við Bæjarbíó í sumar með nafninu hans, en hefur nú verið fjarlægð, verði breytt „á mjög skemmtilegan hátt og í hafnfirskum stíl.“

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Björgvins en í morgun var greint frá því að stjarnan hefði verið fjarlægð eftir að Hafnarfjarðarbæ barst kröfubréf vegna stjörnunnar frá viðskiptaráði Hollywood.

Sjá einnig:Stjarna Björgvins fjarlægð úr gangstéttinni eftir kröfubréf frá Hollywood

Í bréfinu var þess krafist að stjarnan yrði fjarlægð án tafar þar sem hún væri svo lík Hollywood-stjörnunni sem prýðir The Walk of Fame í Los Angeles. Sú stjarna væri varin höfundarrétti og því væri stjarnan í Hafnarfirði ólögmæt.

„Stjarnan var fjarlægð vegna þess að hún þótti of lík Hollywood stjörnunni á frægðarbrautinni í Los Angeles. Upphafleg hugmynd stjórnenda Bæjarbíós og Hafnarfjarðar var að heiðra íslenska tónlistarmenn á sama hátt er gert í mörgum borgum heimsins. Nú er verið að breyta stjörnunni á mjög skemmtilegan hátt og í Hafnfirskum stíl. Við erum viss um að fólk á eftir að líka við breytinguna. Strandgatan verður íslenskum tónlistarstjörnum prýdd í framtíðinni,“ segir Björgvin í færslu sinni á Facebook.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×