Vera Illuga selur á Leifsgötu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:30 Vera Illugadóttir bætir flutningum ofan á þétta dagskrá sína þessa dagana. Vísir/sögur/Gunnlaugur A. Björnsson Í lítilli íbúð á þriðju hæð gamals fjölbýlishúss í miðborg Reykavíkur situr ung kona við tölvuna sína. Hún virðist djúpt sokkinn, tekur hvorki eftir klukknahljómnum sem berst frá Hallgrímskirkju, einu helsta kennileiti höfuðborgarinnar, eða iðnaðarmönnunum sem unnið hafa að viðgerðum á fjölbýlishúsinu undanfarnar vikur. Nei, unga konan er önnum kafin. Ekki aðeins þarf hún að undirbúa einn vinsælasta útvarpsþátt landsins og leggja grunn að samnefndri leiksýningu, heldur hefur hún einnig ákveðið að ráðast í gríðarstórt verkefni - og það í sjálfum jólamánuðinum þegar landar hennar hafa alla jafna í nógu að snúast.Nið frá framkvæmdum og kirkjuklukkum má heyra á Leifsgötu.Gunnlaugur A. BjörnssonÁgæti lesandi, við erum stödd í íbúð útvarpskonunnar Veru Illugadóttur í Reykjavík. Eða ætti ég kannski að segja, fráfarandi íbúð útvarpskonunnar. Hún hefur nefnilega sett íbúð sína að Leifsgötu 10 á sölu þar sem hún hefur búið frá árinu 2008. Þetta er því áhugaverð eign, í ljósi eigendasögunnar. Á þeim rúmlega áratug sem Vera hefur hafst við í tveggja herbergja, 55 fermetra íbúð sinni, hefur hún komið sér vel fyrir. Skyldi engan undra; samtímamenn Veru lýsa íbúðinni sem „rúmgóðri og bjartri“ í göngufjarlægð frá mörgum af helstu áningarstöðum borgarinnar. Myndir af íbúð útvarpskonunnar má sjá hér að neðan, en vilji áhugasamir lesendur kynna sér söluna betur er þeim bent á að frekari upplýsingar og myndir má nálgast á fasteignavef Vísis.Ólíklegt verður að teljast að Þjóðleikhússætið fylgi með kaupunum.Gunnlaugur A. BjörnssonGunnlaugur A. BjörnssonKaupendum býðst að feta í fótspor útvarpskonunnar.Gunnlaugur A. BjörnssonGunnlaugur A. Björnsson Hús og heimili Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Í lítilli íbúð á þriðju hæð gamals fjölbýlishúss í miðborg Reykavíkur situr ung kona við tölvuna sína. Hún virðist djúpt sokkinn, tekur hvorki eftir klukknahljómnum sem berst frá Hallgrímskirkju, einu helsta kennileiti höfuðborgarinnar, eða iðnaðarmönnunum sem unnið hafa að viðgerðum á fjölbýlishúsinu undanfarnar vikur. Nei, unga konan er önnum kafin. Ekki aðeins þarf hún að undirbúa einn vinsælasta útvarpsþátt landsins og leggja grunn að samnefndri leiksýningu, heldur hefur hún einnig ákveðið að ráðast í gríðarstórt verkefni - og það í sjálfum jólamánuðinum þegar landar hennar hafa alla jafna í nógu að snúast.Nið frá framkvæmdum og kirkjuklukkum má heyra á Leifsgötu.Gunnlaugur A. BjörnssonÁgæti lesandi, við erum stödd í íbúð útvarpskonunnar Veru Illugadóttur í Reykjavík. Eða ætti ég kannski að segja, fráfarandi íbúð útvarpskonunnar. Hún hefur nefnilega sett íbúð sína að Leifsgötu 10 á sölu þar sem hún hefur búið frá árinu 2008. Þetta er því áhugaverð eign, í ljósi eigendasögunnar. Á þeim rúmlega áratug sem Vera hefur hafst við í tveggja herbergja, 55 fermetra íbúð sinni, hefur hún komið sér vel fyrir. Skyldi engan undra; samtímamenn Veru lýsa íbúðinni sem „rúmgóðri og bjartri“ í göngufjarlægð frá mörgum af helstu áningarstöðum borgarinnar. Myndir af íbúð útvarpskonunnar má sjá hér að neðan, en vilji áhugasamir lesendur kynna sér söluna betur er þeim bent á að frekari upplýsingar og myndir má nálgast á fasteignavef Vísis.Ólíklegt verður að teljast að Þjóðleikhússætið fylgi með kaupunum.Gunnlaugur A. BjörnssonGunnlaugur A. BjörnssonKaupendum býðst að feta í fótspor útvarpskonunnar.Gunnlaugur A. BjörnssonGunnlaugur A. Björnsson
Hús og heimili Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira