Borgarstjórinn í Liverpool skammar Gylfa og félaga hans í Everton Arnar Björnsson skrifar 6. desember 2019 16:15 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Alex Davidson Borgarstjórinn í Liverpool, Joe Anderson, er foxillur út í leikmenn Everton og segir að þeir verði að bera einhverja ábyrgð á slæmu gengi liðsins í úrvalsdeildinni. Anderson er grjótharður stuðningsmaður Everton og segir að leikmenn liðsins klæðist ekki keppnistreyju liðsins af neinu stolti. Hann hefur hitt knattspyrnustjórann, Marco Silva, sem rekinn var í gær og segir að hann sé „fínasti náungi og eigi helminginn af taktískum mistökum og röngum ákvörðunum. En leikmenn sem fái háar fjárhæðir fyrir að spila með liðinu verði að taka sinn hluta af ábyrgðinni. „Flestir stuðningsmennirnir yrðu sáttir ef leikmennirnir gæfu allt í leikina þrátt fyrir að leikurinn tapaðist. En það eru þeir ekki að gera. Það er eitthvað mikið að hjá félaginu, það vantar leiðtoga og leikmenn sem ekki skilja félagið eru keyptir,“ sagði Joe Anderson. Anderson segir að það ætti að hengja upp blað með 5-2 úrslitunum í leiknum við Liverpool í búningsherberginu og segja við þá að þetta er það sem rætt er um ykkur. „Mótherjarnir vita nákvæmlega hvernig á að spila gegn liðinu, ef þeir pressa okkur þá vinna þeir okkur. Það er ekki hægt að spila samba fótbolta ef þú hefur ekki slíka menn í þínum röðum,“ sagði Joe Anderson. Blaðamaður Liverpool Echo spurði borgarstjórann að því hver ætti að taka við liðinu? „Það fer eftir því í hvaða átt liðið ætlar. Ef við ætlum að ráða Maurizio Pocchetino eða Rafa Benitez eigum við að skaffa þeim peninga og láta þá velja þá leikmenn sem þeir vilja nota“. David Moyes, sem stýrði Everton í 11 ár hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður Silva. „Mér fannst Moess fá of harða gagnrýni og ég skil vel að hann hafi yfirgefið liðið til að taka við Manchester United. Hann var með ákveðinn leikstíl þegar engir peningar voru til og ég væri alveg til í að veðja á hann. Moys skilur félagið. Við skulum ekki alveg útiloka Duncan Ferguson, kannski kemur starfið aðeins og snemma fyrir hann. Hann er leiðtogi og kemur til greina“, segir hinn grjótharði borgarstjóri í Liverpool, Joe Anderson. Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Borgarstjórinn í Liverpool, Joe Anderson, er foxillur út í leikmenn Everton og segir að þeir verði að bera einhverja ábyrgð á slæmu gengi liðsins í úrvalsdeildinni. Anderson er grjótharður stuðningsmaður Everton og segir að leikmenn liðsins klæðist ekki keppnistreyju liðsins af neinu stolti. Hann hefur hitt knattspyrnustjórann, Marco Silva, sem rekinn var í gær og segir að hann sé „fínasti náungi og eigi helminginn af taktískum mistökum og röngum ákvörðunum. En leikmenn sem fái háar fjárhæðir fyrir að spila með liðinu verði að taka sinn hluta af ábyrgðinni. „Flestir stuðningsmennirnir yrðu sáttir ef leikmennirnir gæfu allt í leikina þrátt fyrir að leikurinn tapaðist. En það eru þeir ekki að gera. Það er eitthvað mikið að hjá félaginu, það vantar leiðtoga og leikmenn sem ekki skilja félagið eru keyptir,“ sagði Joe Anderson. Anderson segir að það ætti að hengja upp blað með 5-2 úrslitunum í leiknum við Liverpool í búningsherberginu og segja við þá að þetta er það sem rætt er um ykkur. „Mótherjarnir vita nákvæmlega hvernig á að spila gegn liðinu, ef þeir pressa okkur þá vinna þeir okkur. Það er ekki hægt að spila samba fótbolta ef þú hefur ekki slíka menn í þínum röðum,“ sagði Joe Anderson. Blaðamaður Liverpool Echo spurði borgarstjórann að því hver ætti að taka við liðinu? „Það fer eftir því í hvaða átt liðið ætlar. Ef við ætlum að ráða Maurizio Pocchetino eða Rafa Benitez eigum við að skaffa þeim peninga og láta þá velja þá leikmenn sem þeir vilja nota“. David Moyes, sem stýrði Everton í 11 ár hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður Silva. „Mér fannst Moess fá of harða gagnrýni og ég skil vel að hann hafi yfirgefið liðið til að taka við Manchester United. Hann var með ákveðinn leikstíl þegar engir peningar voru til og ég væri alveg til í að veðja á hann. Moys skilur félagið. Við skulum ekki alveg útiloka Duncan Ferguson, kannski kemur starfið aðeins og snemma fyrir hann. Hann er leiðtogi og kemur til greina“, segir hinn grjótharði borgarstjóri í Liverpool, Joe Anderson.
Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira