Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2019 18:45 Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.Ríkisstjórnin afgreiddi í dag greinargerð dómsmálaráðherra til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna áfrýjunar stjórnvalda. En Arnfríður Einarsdóttir, einn fjögurra dómara sem Sigríður Andersen skipaði fram hjá niðurstöðu hæfisnefndar í Landsrétt dæmdi í máli þar sem maður var fundinn sekur. Hann vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómarans og féllst Mannréttindadómstóllinn á þau sjónarmið í mars. Dómararnir fjórir drógu sig frá störfum við réttinn eftir þessa niðurstöðu og Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra. Stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem tekur málið fyrir hinn 5. febrúar.Sjá einnig: Landsréttarmálið tekið fyrir hjá yfirdeild MDE í byrjun febrúarÍ greinargerð stjórnvalda segir meðal annars að skipan dómaranna hafi farið fram með gagnsæjum og opnum hætti, þar sem óháður aðili hafi talið Arnfríði að fullu hæfa til dómarastarfa, Alþingi hafi samþykkt skipan hennar og forseti Íslands skipað hana í embættið. Hún hafi tekið til starfa og þar með orðið bundin af viðeigandi skilyrðum stjórnarskrár og ekkert bendi til annars en hún hafi unnið eftir þeim.Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins og sem fór fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Stjórnvöld þar hafi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku á dómskerfinu. Pólskir dómarar hafi undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnarflokksins sem vilji afnema sjálfstæði dómstóla.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkiðEn í greinargerð íslenskra stjórnvalda segir að mjög mikilvægt sé að skilja þetta mál frá dæmigerðum vandamálum sem nýlega hafi komið upp í öðrum Evrópuríkjum. Í þeim löndum virðist mál snúast um sjálfstæði dómstóla fremur en samkvæmt lögunum sjálfum. Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla eins og 6. grein mannréttindasáttmálans kveði á um. Dómstólar Landsréttarmálið Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.Ríkisstjórnin afgreiddi í dag greinargerð dómsmálaráðherra til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna áfrýjunar stjórnvalda. En Arnfríður Einarsdóttir, einn fjögurra dómara sem Sigríður Andersen skipaði fram hjá niðurstöðu hæfisnefndar í Landsrétt dæmdi í máli þar sem maður var fundinn sekur. Hann vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómarans og féllst Mannréttindadómstóllinn á þau sjónarmið í mars. Dómararnir fjórir drógu sig frá störfum við réttinn eftir þessa niðurstöðu og Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra. Stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem tekur málið fyrir hinn 5. febrúar.Sjá einnig: Landsréttarmálið tekið fyrir hjá yfirdeild MDE í byrjun febrúarÍ greinargerð stjórnvalda segir meðal annars að skipan dómaranna hafi farið fram með gagnsæjum og opnum hætti, þar sem óháður aðili hafi talið Arnfríði að fullu hæfa til dómarastarfa, Alþingi hafi samþykkt skipan hennar og forseti Íslands skipað hana í embættið. Hún hafi tekið til starfa og þar með orðið bundin af viðeigandi skilyrðum stjórnarskrár og ekkert bendi til annars en hún hafi unnið eftir þeim.Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins og sem fór fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Stjórnvöld þar hafi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku á dómskerfinu. Pólskir dómarar hafi undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnarflokksins sem vilji afnema sjálfstæði dómstóla.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkiðEn í greinargerð íslenskra stjórnvalda segir að mjög mikilvægt sé að skilja þetta mál frá dæmigerðum vandamálum sem nýlega hafi komið upp í öðrum Evrópuríkjum. Í þeim löndum virðist mál snúast um sjálfstæði dómstóla fremur en samkvæmt lögunum sjálfum. Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla eins og 6. grein mannréttindasáttmálans kveði á um.
Dómstólar Landsréttarmálið Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira