Mongólíutjaldið þolir allt sem íslenska veðrið býður upp á Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2019 07:00 Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve eru alsæl með tjaldið góða. Vísir/Tryggvi Páll Í hlíðum Vaðlaheiðar í grennd við Akureyri stendur tjald sem kom alla leið frá Mongólíu. Þar bjóða hjón ferðamönnum upp á gistingu sem þau segja vera eins og að vera kominn aftur í móðurkvið. Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve hafa, ásamt börnum sínum tveimur, sjálf búið í Mongólíutjaldi í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár. „Það er bara yndislegt. Mér finnst það og mér líður enn mjög vel, sex árum seinna,“ segir Þóra Sólveig í samtali við Vísi þegar fréttamaður leit í heimsókn fyrir helgi. Það blundaði alltaf í þeim að leyfa öðrum að njóta þess að dvelja í svona tjaldi.Eftir nokkra tilraunastarfsemi pöntuðu þau sér tjöld frá Mongólíu og hófu að selja gistingu undir nafni Iceland Yurt í hlíðum Vaðlaheiðar. Og það gengur ágætlega að sögn Þóru Sólveigar, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í gistinguna. „Fólk sækir í þetta og finnst þetta í spennandi. Það er bara að vera í náttúrunni, í svona mikilli nærveru við náttúruna. Ná að slaka á. Þetta er eiginlega eins og móðurkviður, móðurlíf að vera þarna inni, umvafinn og öruggur í skjóli en fá að heyra samt í veðrum og vindum.“ „Og fuglunum á sumrin,“ skýtur Erwin inn í.„Heyra þegar hrafnin flýgur yfir, heyra vængjaþytinn. Það er mjög notalegt,“ segir Þóra Sólveig.Tjaldið þolir vel veður og vind.Vísir/Tryggvi PállHin hringlaga tjöld eiga sér árþúsunda sögu í mið-Asíu en fara létt með það að þola íslenskar veðuraðstæður. „Við vorum ekki viss um hvernig þetta myndi pluma sig hérna upp á fjalli en það hefur staðið allt af sér. Formið er svo snjallt,“ segir Þóra Sólveig.Nú erum við á norðurhjara veraldar, það er snjór og frekar kalt úti akkúrat núna. Gengur þetta alveg á veturna?„Já, mjög vel. Það er svolítið hátíðlegt að gista svona og vera með viðarofn, kveikja eld, horfa í eldinn og slaka á og finna ylinn færast um rýmið.“ Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Í hlíðum Vaðlaheiðar í grennd við Akureyri stendur tjald sem kom alla leið frá Mongólíu. Þar bjóða hjón ferðamönnum upp á gistingu sem þau segja vera eins og að vera kominn aftur í móðurkvið. Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve hafa, ásamt börnum sínum tveimur, sjálf búið í Mongólíutjaldi í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár. „Það er bara yndislegt. Mér finnst það og mér líður enn mjög vel, sex árum seinna,“ segir Þóra Sólveig í samtali við Vísi þegar fréttamaður leit í heimsókn fyrir helgi. Það blundaði alltaf í þeim að leyfa öðrum að njóta þess að dvelja í svona tjaldi.Eftir nokkra tilraunastarfsemi pöntuðu þau sér tjöld frá Mongólíu og hófu að selja gistingu undir nafni Iceland Yurt í hlíðum Vaðlaheiðar. Og það gengur ágætlega að sögn Þóru Sólveigar, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í gistinguna. „Fólk sækir í þetta og finnst þetta í spennandi. Það er bara að vera í náttúrunni, í svona mikilli nærveru við náttúruna. Ná að slaka á. Þetta er eiginlega eins og móðurkviður, móðurlíf að vera þarna inni, umvafinn og öruggur í skjóli en fá að heyra samt í veðrum og vindum.“ „Og fuglunum á sumrin,“ skýtur Erwin inn í.„Heyra þegar hrafnin flýgur yfir, heyra vængjaþytinn. Það er mjög notalegt,“ segir Þóra Sólveig.Tjaldið þolir vel veður og vind.Vísir/Tryggvi PállHin hringlaga tjöld eiga sér árþúsunda sögu í mið-Asíu en fara létt með það að þola íslenskar veðuraðstæður. „Við vorum ekki viss um hvernig þetta myndi pluma sig hérna upp á fjalli en það hefur staðið allt af sér. Formið er svo snjallt,“ segir Þóra Sólveig.Nú erum við á norðurhjara veraldar, það er snjór og frekar kalt úti akkúrat núna. Gengur þetta alveg á veturna?„Já, mjög vel. Það er svolítið hátíðlegt að gista svona og vera með viðarofn, kveikja eld, horfa í eldinn og slaka á og finna ylinn færast um rýmið.“
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira