Körfubolti

Þórsarar unnu endurkomusigur á nöfnum sínum | Sindri komst áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórsarar eru komnir í gang.
Þórsarar eru komnir í gang. vísir/bára
Þórsarar frá Akureyri eru komnir í 8-liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta eftir sigur á nöfnum sínum í Þorlákshöfn, 75-77, í kvöld. Þór Ak. hefur nú unnið tvo leiki í röð í deild og bikar.

Heimamenn voru með níu stiga forskot, 22-13, eftir 1. leikhluta.

Gestirnir unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir jöfnuðu þeir, 67-67.

Þór Ak. reyndist svo sterkari á lokasprettinum og vann tveggja stiga sigur, 75-77. Gestirnir unnu 4. leikhluta, 23-14.

Terrence Motley skoraði 28 stig fyrir Þór Ak., þar af fimm af síðustu sjö stigum liðsins í leiknum. Pablo Hernandez skoraði 14 stig og tók átta fráköst.

Marko Bakovic skoraði 26 stig fyrir Þór Þ. og tók ellefu fráköst. Halldór Garðar Hermannsson skoraði 16 stig.

Þá vann Sindri 50 stiga sigur á Ármanni, 124-74, á Höfn í Hornafirði.

Tómas Orri Hjálmarsson skoraði 25 stig fyrir Sindra og Andrée Michelsson 23. Arnþór Fjalarsson skoraði 30 stig og tók 17 fráköst fyrir Ármann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×