Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:45 Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. vísir/vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira