Fótbolti

Guðlaugur Victor fékk rautt eftir VAR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðlaugur Victor í leik með Darmstadt.
Guðlaugur Victor í leik með Darmstadt. vísir/getty
Guðlaugur Victor Pálsson fékk að líta rauðaspjaldið er SV Darmstadt 98 gerði markalaust jafntefli við SV Wehen Wiesbaden á útivelli í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur Victor byrjaði á miðjunni hjá Darmstadt en rauða spjaldið fékk hann er stundarfjórðungur var eftir. Fyrst fékk hann gult spjald en því var breytt í rautt eftir skoðun í VAR.

Darmstadt er í 13. sæti deildarinnar.







SönderjyskE vann 2-1 sigur á Esbjerg í ótrúlegum leik í danska boltanum. SönderjyskE var marki undir er tólf mínútur voru eftir en náðu að snúa leiknum sér í hag.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður. Sönderjyske er í 10. sætinu.







Jón Dagur Þorsteinsson var í leikbanni er AGF gerði 1-1 jafntefli við Lyngby á heimavelli. Árósarliðið er í 3. sætinu með 33 stig en Lyngby í 9. sætinu. Frederik Schram var ónotaður varamaður hjá Lyngby.







Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Wolfsburg unnu enn einn leikinn í þýska boltanum er þær unnu 4-0 sigur á Sand á útivelli. Wolfsburg með þriggja stiga forskota á útivelli.

Sandra María Jessen og stöllur hennar unnu 20 sigur á Essen en Bayer Leverkusen situr í 9. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×