Saka hvort annað um að misskilja málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 18:11 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Birgir Ármannsson þingmenn virðast misskilja hvort annað. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur. Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur.
Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira