Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. desember 2019 19:13 Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum. Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags. Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. HaakenstadMissti andann og sá ekki neitt „Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður. Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins. Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum. Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur. „Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015.AðsendÆttingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð. Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður. „Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður. Mikinn tíma tók fyrir slökkvilið að berjast við eldinn.Vísir/Per M. HaakenstadÖðruvísi jól framundan Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook. Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.Upplýsingar um styrktarreikning:Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939Hús fjölskyldunnar í Hallingby í Noregi, fyrir brunann.Vísir/Aðsend Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum. Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags. Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. HaakenstadMissti andann og sá ekki neitt „Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður. Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins. Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum. Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur. „Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015.AðsendÆttingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð. Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður. „Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður. Mikinn tíma tók fyrir slökkvilið að berjast við eldinn.Vísir/Per M. HaakenstadÖðruvísi jól framundan Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook. Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.Upplýsingar um styrktarreikning:Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939Hús fjölskyldunnar í Hallingby í Noregi, fyrir brunann.Vísir/Aðsend
Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08