Erfitt að horfa upp á fangana í neyslu Spice Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. desember 2019 06:30 Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna. „Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni. „Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim. Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll „Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“ Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna. „Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni. „Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim. Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll „Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“
Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30
Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00