Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. desember 2019 11:19 Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt. Veðurstofa íslands Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00