Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2019 14:00 Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa þegar sótt um og Baldvin Þór Bergsson gerði ráð fyrir að hann myndi sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira
Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira