Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 15:50 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ruglaðan gamlan mann. Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Síðustu misseri hefur þó ekkert gerst í viðræðum ríkjanna vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.Norður-Kórea hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá að einhverju leyti og er útlit fyrir að einræðisríkið muni hætta viðræðum alfarið renni fresturinn út. Vísbendingar eru um að Norður-Kórea hafi í gær gert tilraunir með nýja gerð eldflaugarhreyfils. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimKim Yong Chol, fyrrverandi erindreki Norður-Kóreu, sagði einnig að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi Bandaríkjanna og ummæli Trump að undanförnu væru til marks um ótta forsetans við afleiðingar þess að áðurnefndur frestur renni út. Kim Yong Chol sagði Trump einnig fávissan um Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði engu að tapa. Hann virðist vera að vísa til tísts Trump frá því í gær þar sem hann sagði Kim of gáfaðan til að binda formlega enda á viðræðurnar. Hann myndi ekki vilja skemma hið sérstaka samband þeirra tveggja. Þá sagði Trump að Norður-Kórea hefði gífurlega efnahagslega möguleika. Fyrst þyrfti Kim þó að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ruglaðan gamlan mann. Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Síðustu misseri hefur þó ekkert gerst í viðræðum ríkjanna vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.Norður-Kórea hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá að einhverju leyti og er útlit fyrir að einræðisríkið muni hætta viðræðum alfarið renni fresturinn út. Vísbendingar eru um að Norður-Kórea hafi í gær gert tilraunir með nýja gerð eldflaugarhreyfils. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimKim Yong Chol, fyrrverandi erindreki Norður-Kóreu, sagði einnig að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi Bandaríkjanna og ummæli Trump að undanförnu væru til marks um ótta forsetans við afleiðingar þess að áðurnefndur frestur renni út. Kim Yong Chol sagði Trump einnig fávissan um Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði engu að tapa. Hann virðist vera að vísa til tísts Trump frá því í gær þar sem hann sagði Kim of gáfaðan til að binda formlega enda á viðræðurnar. Hann myndi ekki vilja skemma hið sérstaka samband þeirra tveggja. Þá sagði Trump að Norður-Kórea hefði gífurlega efnahagslega möguleika. Fyrst þyrfti Kim þó að láta kjarnorkuvopnin af hendi.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33