Rauð veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra: „Veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:43 Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Frá klukkan 7 í fyrramálið og til klukkan 17 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum sama landshluta. „Munurinn er kannski svolítið sá að veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast svolítið. Það er útlit fyrir að það verði það slæmt veður að það verði ekki hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um muninn á appelsínugulri og rauðri viðvörun.Sjá einnig:Óvissustigi lýst yfir og rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Kerfið byggi á því að hugsa um samfélagsleg áhrif og ef þau eru orðin mjög mikil þá fer kerfið í rauða viðvörun. „Það verður blindhríð þarna í mjög langan tíma og svo þennan ofsalega mikla vind og þessa ofsalega miklu ölduhæð. Þannig að þegar þetta leggst allt saman þá er þetta orðið mjög áhrifamikið veður. Fyrir þennan almenna borgara þá þýðir þetta bara að fólk á að halda sig heima,“ segir Elín Björk sem ráðleggur fólki á Ströndum og Norðurlandi vestra að fara ekki fet á morgun heldur halda sig alfarið heima við. Ljóst er að samgöngur í landshlutanum munu lamast og þá hefur skólastarfi í grunnskólunum á Blönduósi, Hólmavík, Skagaströnd, í Árskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vefsíðum skólanna. „Það er í rauninni langmestur vindur þarna. Það er spá 32, 33 metrum á sekúndu alveg frá 17 til eitt eftir miðnætti og það er áberandi meira en í öðrum landshlutum,“ segir Elín Björk og bætir við að veðrinu fylgi líka mjög mikil ofankoma. „Þetta gengur í þetta fárviðri eða ofsaveður snemma í fyrramálið á þessum slóðum þannig að fólk ætti bara ekki að fara fet og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir, en huga að eignum og munum í dag, passa að það sé ekkert sem geti farið af stað og tryggja það sem er hægt,“ segir Elín Björk. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Frá klukkan 7 í fyrramálið og til klukkan 17 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum sama landshluta. „Munurinn er kannski svolítið sá að veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast svolítið. Það er útlit fyrir að það verði það slæmt veður að það verði ekki hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um muninn á appelsínugulri og rauðri viðvörun.Sjá einnig:Óvissustigi lýst yfir og rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Kerfið byggi á því að hugsa um samfélagsleg áhrif og ef þau eru orðin mjög mikil þá fer kerfið í rauða viðvörun. „Það verður blindhríð þarna í mjög langan tíma og svo þennan ofsalega mikla vind og þessa ofsalega miklu ölduhæð. Þannig að þegar þetta leggst allt saman þá er þetta orðið mjög áhrifamikið veður. Fyrir þennan almenna borgara þá þýðir þetta bara að fólk á að halda sig heima,“ segir Elín Björk sem ráðleggur fólki á Ströndum og Norðurlandi vestra að fara ekki fet á morgun heldur halda sig alfarið heima við. Ljóst er að samgöngur í landshlutanum munu lamast og þá hefur skólastarfi í grunnskólunum á Blönduósi, Hólmavík, Skagaströnd, í Árskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vefsíðum skólanna. „Það er í rauninni langmestur vindur þarna. Það er spá 32, 33 metrum á sekúndu alveg frá 17 til eitt eftir miðnætti og það er áberandi meira en í öðrum landshlutum,“ segir Elín Björk og bætir við að veðrinu fylgi líka mjög mikil ofankoma. „Þetta gengur í þetta fárviðri eða ofsaveður snemma í fyrramálið á þessum slóðum þannig að fólk ætti bara ekki að fara fet og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir, en huga að eignum og munum í dag, passa að það sé ekkert sem geti farið af stað og tryggja það sem er hægt,“ segir Elín Björk.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28