Elín Hirst sækir um stöðu útvarpsstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 20:02 Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rennur út á miðnætti. Elín Hirst er ein umsækjenda. vísir/vilhelm Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. Elín greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti.Greint var frá því í dag að þær Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður og leikkona, og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og leikstjóri, hefðu sótt um stöðuna. Þá gerði Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá RÚV, ráð fyrir að sækja um en Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hyggst ekki sækja um sem útvarpsstjóri. Elín Hirst var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013 til 2016. Hún býr að mikilli reynslu úr fjölmiðlum en samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis hóf hún störf sem blaðamaður á DV árið 1984. Hún starfaði svo frá árinu 1986 á fréttastofu Stöðvar 2 og var meðal annars fréttastjóri á árunum 1994 til 1996. Árið 1998 færði hún sig yfir á RÚV og var þá fréttamaður í sjónvarpi. Hún var fréttaþulur á RÚV frá 1998 til 2010 og fréttastjóri sjónvarpsins frá 2002 til 2008. Frá 2008 til 2010 starfaði hún svo sem dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni. Þá var hún einn af hugmyndasmiðum þáttanna Hvað höfum við gert? og sat í ritstjórn þáttanna sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. Þeir fjölluðu um loftslagsmál og vöktu mikla athygli. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21 Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. Elín greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti.Greint var frá því í dag að þær Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður og leikkona, og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og leikstjóri, hefðu sótt um stöðuna. Þá gerði Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá RÚV, ráð fyrir að sækja um en Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hyggst ekki sækja um sem útvarpsstjóri. Elín Hirst var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013 til 2016. Hún býr að mikilli reynslu úr fjölmiðlum en samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis hóf hún störf sem blaðamaður á DV árið 1984. Hún starfaði svo frá árinu 1986 á fréttastofu Stöðvar 2 og var meðal annars fréttastjóri á árunum 1994 til 1996. Árið 1998 færði hún sig yfir á RÚV og var þá fréttamaður í sjónvarpi. Hún var fréttaþulur á RÚV frá 1998 til 2010 og fréttastjóri sjónvarpsins frá 2002 til 2008. Frá 2008 til 2010 starfaði hún svo sem dagskrárgerðarmaður hjá stofnuninni. Þá var hún einn af hugmyndasmiðum þáttanna Hvað höfum við gert? og sat í ritstjórn þáttanna sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. Þeir fjölluðu um loftslagsmál og vöktu mikla athygli.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21 Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45
Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21
Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00