Yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra: „Vitum illa á hverju við eigum von öðru en því að þetta verður kolvitlaust veður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 21:30 Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum klukkan 17 á morgun. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi annars staðar á landinu. veðurstofa íslands Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að undirbúningur lögreglu fyrir óveðrið sem skellur á í fyrramálið hafi gengið þokkalega. Því er spáð að veðrið verði verst á Ströndum og Norðurlandi vestra; appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi strax í fyrramálið en verður svo að rauðri viðvörun klukkan 17 sem er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að Almannavarnarnefndir Skagafjarðar og Húnavatnssýslna hafi lokið fundi vegna yfirvofandi óveðurs. Þær líti málið alvarlegum augum, enda sé þetta í fyrsta skipti hérlendis gefin út rauð viðvörun vegna veðurs. Veðrið gæti orðið einna verst í Hrútafirði „Ég held við séum búnir að koma okkur eins mikið í startholurnar og við getum. Við vitum illa á hverju við eigum von öðru en því að þetta verður kolvitlaust veður. En nákvæmlega hvernig og hvar það slær okkur verst vitum við náttúrulega aldrei,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Aðspurður hvort lögregla og viðbragðsaðilar geri ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, hvort að veður verði verra en annars staðar á einhverjum tilteknum stað í umdæminu nefnir Stefán Hrútafjörðinn. „Við tökum á móti þessu, það er alveg ljóst, og fáum þetta svolítið í fangið Strandir og Norðurland vestra. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum þá sýnist okkur kannski að veðrið geti orðið einna verst í Hrútafirði og þar nálægt á Ströndum. Það er strengur þar inn í Hrútafjörðinn, ef þetta veður gengur eftir eins og því hefur verið spáð, þá höfum við áhyggjur af því svæði. Svo er veðurhæðin miðað við þessar spár svo gríðarleg á öllu svæðinu að þetta verður vonskuveður og vonandi bara sleppur þetta til.“ „Getur orðið mjög erfitt fyrir viðbragðsaðila að sinna útköllum“ Allt skólahald fellur niður í umdæminu á morgun og þá verða öll íþróttamannvirki lokuð. Rafmagn gæti raskast vegna veðursins og sjávarmál verður í hærra lagi. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að rauð viðvörun þýddi mjög mikilvæg samfélagsleg áhrif á því svæði sem hún tæki til. Veðrið stæði lengur yfir og landshlutinn gæti einangrast, það er að veður verði svo slæmt að ekki verði hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist.Hvernig eru þið lögreglan að undirbúa ykkur fyrir þetta? Að komast mögulega ekki til fólks hlýtur að vera erfið staða fyrir viðbragðsaðila? „Þetta er mjög snúið. Það er eins og við segjum þarna á síðunni, við þurfum að gera fólki grein fyrir að það getur orðið mjög erfitt fyrir viðbragðsaðila að sinna útköllum. Það getur komið til þess, við vonum að það geri það ekki, en það getur komið til þess að við þurfum hreinlega að forgangsraða okkar verkefnum,“ segir Stefán. Þá hafi lögreglan verið í samtali við verktaka og snjómokstursmenn- og konur sem ætla að aðstoða lögreglu og aðra viðbragðsaðila á morgun ef það þarf að sinna einhverjum bráðaútköllum. „Þá erum við með svona tæki með okkur til að koma okkur á staðinn í þessi alvarlegri útköll. En annars treystum við á tæki björgunarsveitanna.“ Stefán Vagn segir veðrið þannig að fólk eigi að vera heima hjá sér og ekki fara út að óþörfu. „Því það getur náttúrulega skapað þá auka hættu og auka álag á viðbragðsaðilana ef það eru fleiri á ferli, fleiri fastir og fleiri í vandræðum. Þannig að helst vildum við hafa sem flesta heima hjá sér og minnka álagið á kerfið,“ segir Stefán. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauð veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra: „Veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast“ Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. 9. desember 2019 18:43 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að undirbúningur lögreglu fyrir óveðrið sem skellur á í fyrramálið hafi gengið þokkalega. Því er spáð að veðrið verði verst á Ströndum og Norðurlandi vestra; appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi strax í fyrramálið en verður svo að rauðri viðvörun klukkan 17 sem er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að Almannavarnarnefndir Skagafjarðar og Húnavatnssýslna hafi lokið fundi vegna yfirvofandi óveðurs. Þær líti málið alvarlegum augum, enda sé þetta í fyrsta skipti hérlendis gefin út rauð viðvörun vegna veðurs. Veðrið gæti orðið einna verst í Hrútafirði „Ég held við séum búnir að koma okkur eins mikið í startholurnar og við getum. Við vitum illa á hverju við eigum von öðru en því að þetta verður kolvitlaust veður. En nákvæmlega hvernig og hvar það slær okkur verst vitum við náttúrulega aldrei,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Aðspurður hvort lögregla og viðbragðsaðilar geri ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, hvort að veður verði verra en annars staðar á einhverjum tilteknum stað í umdæminu nefnir Stefán Hrútafjörðinn. „Við tökum á móti þessu, það er alveg ljóst, og fáum þetta svolítið í fangið Strandir og Norðurland vestra. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum þá sýnist okkur kannski að veðrið geti orðið einna verst í Hrútafirði og þar nálægt á Ströndum. Það er strengur þar inn í Hrútafjörðinn, ef þetta veður gengur eftir eins og því hefur verið spáð, þá höfum við áhyggjur af því svæði. Svo er veðurhæðin miðað við þessar spár svo gríðarleg á öllu svæðinu að þetta verður vonskuveður og vonandi bara sleppur þetta til.“ „Getur orðið mjög erfitt fyrir viðbragðsaðila að sinna útköllum“ Allt skólahald fellur niður í umdæminu á morgun og þá verða öll íþróttamannvirki lokuð. Rafmagn gæti raskast vegna veðursins og sjávarmál verður í hærra lagi. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að rauð viðvörun þýddi mjög mikilvæg samfélagsleg áhrif á því svæði sem hún tæki til. Veðrið stæði lengur yfir og landshlutinn gæti einangrast, það er að veður verði svo slæmt að ekki verði hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist.Hvernig eru þið lögreglan að undirbúa ykkur fyrir þetta? Að komast mögulega ekki til fólks hlýtur að vera erfið staða fyrir viðbragðsaðila? „Þetta er mjög snúið. Það er eins og við segjum þarna á síðunni, við þurfum að gera fólki grein fyrir að það getur orðið mjög erfitt fyrir viðbragðsaðila að sinna útköllum. Það getur komið til þess, við vonum að það geri það ekki, en það getur komið til þess að við þurfum hreinlega að forgangsraða okkar verkefnum,“ segir Stefán. Þá hafi lögreglan verið í samtali við verktaka og snjómokstursmenn- og konur sem ætla að aðstoða lögreglu og aðra viðbragðsaðila á morgun ef það þarf að sinna einhverjum bráðaútköllum. „Þá erum við með svona tæki með okkur til að koma okkur á staðinn í þessi alvarlegri útköll. En annars treystum við á tæki björgunarsveitanna.“ Stefán Vagn segir veðrið þannig að fólk eigi að vera heima hjá sér og ekki fara út að óþörfu. „Því það getur náttúrulega skapað þá auka hættu og auka álag á viðbragðsaðilana ef það eru fleiri á ferli, fleiri fastir og fleiri í vandræðum. Þannig að helst vildum við hafa sem flesta heima hjá sér og minnka álagið á kerfið,“ segir Stefán.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauð veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra: „Veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast“ Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. 9. desember 2019 18:43 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Rauð veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra: „Veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast“ Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. 9. desember 2019 18:43
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07