Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 19:24 Bæjarmeirihlutinn á Seltjarnarnesi hefur beðist afsökunar vegna óánægju með námsmat í grunnskóla bæjarins. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýutskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. Í frétt á vef RÚV, sem fyrst greindi frá málinu, kemur fram að foreldrar útskriftarnemenda við skólann hafi kvartað til skólans, bæjaryfirvald og menntamálaráðuneytisins vegna áðurnefndrar óánægju með námsmat í skólanum. Í kjölfarið var utanaðkomandi skólastjóri fenginn til að vinna greinargerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins sagði að sumir kennarar hafi viljað miða einkunn við meðaltöl úr verkefnum yfir veturinn, en hæfniseinkunn eigi að gefa mynd af getu nemenda í lok áfanga. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmislegu væri ábótavant. Að mati foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness gaf námsmatið í vor ekki rétta mynd af stöðu nemenda. Þá taldi félagið að nemendum hafi ekki verið gefinn kostur á að bæta sig. Vegna þess hafi nemendur skólans ekki átt sömu möguleika á að komast inn í þann framhaldsskóla sem þeir helst kysu, samanborið við jafnaldra sína. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Meirihlutinn hafi þar sagst harma ágreininginn sem upp væri kominn og í kjölfarið beðið tíundubekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því tilfinningalega tjóni sem þetta hefði valdið og þeim óþægindum sem sköpuðust vegna málsins. Haft er eftir bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista að greinargerðin sem unnin hafi verið um málið væri falleinkunn fyrir skólann og að hún sé til marks um alvarlega brotalöm sem var á útskrift nemenda í vor, og jafnvel lengra aftur í tímann.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira