Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 20:00 Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum. Landspítalinn Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum.
Landspítalinn Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira