Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 20:47 Yorgen Fenech var í dag ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia. Vísir/AP Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. Fenech var leiddur fyrir dómara í dag þar sem honum voru lesnar sakirnar sem hann er borinn. Hann neitar öllum ákæruliðum, en auk aðildar í morðinu er Fenech meðal annars sakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpaklíku. Fenech var handtekinn fyrr í þessum mánuði, þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á einkasnekkju sinni. Hann bauðst þá til þess að veita lögreglu upplýsingar um morðmálið í skiptum fyrir friðhelgi, en því tilboði hans var hafnað, eftir því sem fram kemur í frétt BBC af málinu. Þrjú bíða nú réttarhalda vegna meintrar aðildar að morðinu á Caruana Galizia, en undanfarið hefur lögreglan beint stærstum hluta rannsóknarinnar að því að komast að því hver skipulagði morðið, og hvers vegna. Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. Hún hafði meðal annars fjallað um spillingarmál sem tengdust stjórnmálamönnum á Möltu. Fenech er vel þekktur í heimalandi sínu og hefur gegnt stjórnarformennsku í maltneskum stórfyrirtækjum á sviði viðskipta og orkumála. Morðmálið hefur valdið gríðarlegum skjálfta á Möltu, en ítrekað hefur verið kallað eftir því að Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segi af sér vegna „skuggalegra tengsla“ starfsmanna hans við málið. Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. Fenech var leiddur fyrir dómara í dag þar sem honum voru lesnar sakirnar sem hann er borinn. Hann neitar öllum ákæruliðum, en auk aðildar í morðinu er Fenech meðal annars sakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpaklíku. Fenech var handtekinn fyrr í þessum mánuði, þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á einkasnekkju sinni. Hann bauðst þá til þess að veita lögreglu upplýsingar um morðmálið í skiptum fyrir friðhelgi, en því tilboði hans var hafnað, eftir því sem fram kemur í frétt BBC af málinu. Þrjú bíða nú réttarhalda vegna meintrar aðildar að morðinu á Caruana Galizia, en undanfarið hefur lögreglan beint stærstum hluta rannsóknarinnar að því að komast að því hver skipulagði morðið, og hvers vegna. Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. Hún hafði meðal annars fjallað um spillingarmál sem tengdust stjórnmálamönnum á Möltu. Fenech er vel þekktur í heimalandi sínu og hefur gegnt stjórnarformennsku í maltneskum stórfyrirtækjum á sviði viðskipta og orkumála. Morðmálið hefur valdið gríðarlegum skjálfta á Möltu, en ítrekað hefur verið kallað eftir því að Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segi af sér vegna „skuggalegra tengsla“ starfsmanna hans við málið.
Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30
Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38
Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30